Auðþrifin mött veggjamálning 4%

Alpha Rezisto Mat

Alpha Rezisto Mat er mjög mött, vatnsþynnanleg, pólýúretan-styrkt akrýlmálning til notkunar innanhúss. Hún er með sterka innbyggða blettavörn (Stain Shield) sem byggir á nýrri tækni. Vörnin hrindir frá sér vatni og fitu og hindrar þannig að varanlegir blettir myndist. Alpha Rezisto Mat hefur hæsta þvottheldnistuðul, frábært rispuþol og strikast mun síður af skóm en venjuleg málning. Því hentar hún vel í skólum, veitingastöðum, eldhúsum og öðrum svæðum þar sem mikið álag getur verið á yfirborðsflötum. Áferðin er silkimjúk og endur­kastar nær engu ljósi sem þýðir að dýpt og fegurð litanna verður meiri.

Alpha Rezisto Mat málningin hentar á nær allar gerðir undirlags innandyra. Hún er auðveld að bera á, þornar hratt og er einstaklega slitsterk. Sjö dögum eftir málun hefur hún náð fullri hörku.