Nordsjö litakort

Innimálning

Útimálning

Litaval

Litir í öndvegi

Inspirerande hem front

Heimili þekktra hönnuða

Gráir tónar

Hvítir tónar


Panellack front
Lifandi viðaráferð


Innanhúss litir
Ferskt og djarft

Easy2CleanEasy2Clean

litakort-inniGráir

litakort-inni-2Hvítir

IndoorInni klassík


One
ONE á við, stein og járn


Putsade hus2
Steinn og m
úr


Mött heilþekjandi viðarvörn

Hálfþekjandi viðarvörn

 Pallurinn

Nordsjö Utomhus KulörguideMálað utanhúss


Outdoor-212x300
Steinn og viður

LITA-APP

Viltu sjá húsgögnin, stofuna eða húsið í nýjum litum? Með Visualizer appinu geturðu skoðað og breytt litunum í kringum þig með einni snertingu á skjá símans eða spjaldtölvunnar. Þú horfir í gegnum skjáinn á umhverfið breytast um leið og þú snýrð tækinu eða röltir um.

Gerðu tilraunir með nýjustu Nordsjö litina og fáðu jafnvel tillögur að litasamsetningum sem passa við litina sem þú valdir. Komdu svo til okkar með litaheitin. Mundu samt að litir eru ekki nákvæmir í tækjunum því skjáir hafa mismunandi birtu- og litastillingar.

HÉR er myndband sem sýnir hvernig appið virkar. Þú getur fengið appið í Apple App Store eða Google Play Store með leitarorðinu „Nordsjö Visualizer“. Einnig er hægt að skanna QR-kóðann hér fyrir neðan með símanum. Þá opnast lita-appið.

LITALEIT

HÉR getur þú skoðað þúsundir lita úr litakerfinu okkar (smelltu á myndina)

 

ACC-litakerfið er í eigu AkzoNobel, móðurfélags Nordsjö, Sikkens og fjölda annarra efnafyrirtækja. Sem einn stærsti málningarframleiðandi í heimi ákvað fyrirtækið fyrir löngu að þróa sitt eigið litakerfi sem eingöngu miðar við litun á málningu í stað þess að kaupa afnot af öðrum, t.d. NCS, sem ekki er sérhæft sem slíkt. NCS er sænskt einkafyrirtæki en hér á landi myndaðist hefð fyrir notkun á litakerfinu þeirra og er NCS enn það kerfi sem aðrir málningarsalar á Íslandi styðjast mest við.

Í Sérefnum notum við aðallega ACC-litakerfið en það gefur möguleika á um 2 MILLJÓNUM LITA þó raun-hæfur fjöldi sé um ein milljón. Augað greinir nefnilega misvel suma liti nema við ákveðin skilyrði. ACC-kerfið er þróað út frá öðrum viðmiðum en NCS-kerfið og eru t.d. notaðar aðrar litapöstur. Þetta þýðir að ef litir frá okkur eru skannaðir inn og blandaðir í litavél sem notar NCS (eða annað litakerfi) verður niðurstaðan aldrei fyllilega sú sama. Nákvæm samsvörun milli kerfa er einfaldlega ekki til. Þó ACC sé okkar aðallitakerfi í Sérefnum getum við líka litað málningu úr öllum öðrum litakerfum, NCS þar með talið.