Mött baðherbergjamálning

Alphacryl Perlino

Alphacryl Perlino er satínmött, vatnsþynnanleg akrýlmálning með mygluvörn, ætluð til notkunar innanhúss. Hún hefur gott rispuþol, er slitsterk og breytist ekki við þvott eins og algengt er með matta málningu. Hún hefur langan opinn tíma, er auðveld að mála með og þornar hratt. Málningin hefur einstaka einangrunareiginleika og kemur í veg fyrir að erfiðir blettir, (nikótín, kvistir, sót o.s.frv.) nái að blæða í gegn. Nota má málninguna sem grunn undir sjálfa sig. Alphacryl Perlino sápast ekki, er teygjanleg og hleypir út raka, sem gerir hana hentuga fyrir rými með háu rakastigi, s.s. baðherbergi, eldhús og þvottahús. Þessi málning hentar ekki í sturtuklefa.

Alphacryl Perlino er ætluð til notkunar á steypta veggi, pússaða sem ópússaða, gifsveggi, byggingarplötur o.fl.