Við erum stolt af því að geta boðið viðskiptavinum sínum upp á málningu sem byggir á náttúrulegum efnum, gömlum vinnslu-hefðum og handverki. Þar má nefna ekta línolíumálningu, trétjöru, viðarolíur, shellack, kalkmálningu og marmaraspartl. Þessi efni eiga það sammerkt að vera náttúruleg (eru ekki framleidd á kemískan hátt) og eiga ekki uppruna sinn í olíuiðnaðinum – eins og öll nútíma málningarefni gera í raun. 

Sérefni flytja inn vörur sænsku fyrirtækjanna Allbäck og Auson sem eru leiðandi í framleiðslu slíkra hefðbundinna náttúruefna. Allbäck línolíuefnin eru því bæði umhverfis- og mannvænar: Þau eru lífræn, laus við hættuleg kemísk efni, afar endingargóð og þekja mjög vel. Línolíumálningin er stundum kölluð „kraftaverkamálningin“ þar sem hún er stíf en samt sem áður teygjanleg og springur ekki. Hún fer djúpt í viðinn, nærir hann og hleypir raka í gegn. 

Allbäck línolíuhandbókin hér

Línolíuvörur – myndbönd hér

Showing all 6 results