Listar og rósettur

ORAC DECOR í Belgíu er í dag þekkt sem leiðandi fyrirtæki í hönnun á hágæða skrautlistum og rósettum. Fyrirtækið selur vörur sínar í yfir 50 löndum víðs vegar um heiminn.

Auðvelt er að vinna með skrautlistana frá ORAC DECOR. Þeir eru sterkir og meðfærilegir og henta jafnt í nútímaleg hús jafnt sem í eldri gerðir hýbýla. Listarnir og rósetturnar gera umhverfið mjög hlýlegt og setja „punktinn yfir i-ið“ í hönnun og útliti.

Hægt er að mála ORAC DECOR lista og rósettur með öllum gerðum af innimálningu og kalkmálningu. Í SérEfnum fæst allt sem þarf til uppsetningarinnar, s.s. lím, kítti og verkfæri. Í versluninni í Síðumúla hefur úrval af rósettum, gólflistum, vegglistum og loftlistum verið sett upp til sýnis. Ótal möguleikar eru á útfærslu – fyrir utan hefðbundnar staðsetningar lista efst og neðst á veggjum – t.d. má nota þá til að skipta veggjum upp á ýmsa vegu, búa til fulningar á hurðir, fella lýsingu á bak við (sérstaka ljósalista) sem og að fela leiðslur og rör. Sjón er sögu ríkari.

 

7596_projme     4855_projme     2482