Nýjustu litir og litasamsetningar

LITUR ÁRSINS 2019

LITUR ÁRSINS er kominn fram hjá AkzoNobel samsteypunni, sem er móðurfyrirtæki Nordsjö, Sikkens og fleiri annarra alþjóðlegra fyrirtækja í málningarbransanum. Liturinn heitir SPICED HONEY! Hann er valinn eftir djúpa greiningu á straumum og stefnum, m.a. í fatatísku, hönnun, arkitektúr og neyslumenningu samtímans.

Spiced Honey er nútímalegt val sem passar við ólíka innanhússhönnun og lífsstíl. Liturinn er hlýr og brenndur gulbrúnn tónnn, innblásinn af fegurð og fjölbreytileika hunangs. Hann er róandi, notalegur og smekklegur en getur líka verið líflegur, allt eftir lýsingu og samsetningu litanna í kring.

Auk þess að velja Spiced Honey sem lit ársins 2019, hefur hönnunar- og arkitektateymi Nordsjö, Sikkens og systurfyrirtækjanna um allan heim sett saman fjórar guðdómlegar litapallettur til að aðstoða viðskiptavinina við að finna flottar og pottþéttar litasamsetningar fyrir heimilið. Spiced Honey er kjarnalitur í þeim öllum. Hann er grunnliturinn á myndinni hér til hliðar og tengir saman hina fallegu tónana sem einnig má finna í einni af nýju litapallettunum fjórum. Allar litapalletturnar má sjá í samhengi í litabæklingnum hér fyrir neðan.

Smellið á bæklinginn hér fyrir neðan:

LITUR ÁRSINS 2018

HEART WOOD er litur ársins 2018! Heart Wood er mildur jarðarlitur með hlýjum grábleikum tóni. Dásamlega fallegur, fullorðins bleikur sem hentar í öll rými.

Litir hvers árs eru valdir af stóru hönnunarteymi AkzoNobel, móðurfyrirtækis Nordsjö, Sikkens, Dulux o.fl. fyrirtækja í málningargeiranum. Litunum er yfirleitt raðað í fjórar megin litasamsetningar og verður spennandi að sjá hvort Íslendingar taki bleiku tónunum jafn fagnandi og bláu litapallettunni í fyrra.

Heart Wood er kjarnalitur í öllum nýju litapallettunum okkar. Hann er grunnliturinn á myndinni hér til hliðar og tengir saman hina fallegu tónana sem einnig má finna í einni af nýju litapallettunum fjórum. Allar litapalletturnar má sjá í samhengi í litabæklingnum hér fyrir neðan.

Smellið á bæklinginn hér fyrir neðan:

Cover CF18

Color Future Trends 2017

Litir ársins 2017 eru valdir af stóru hönnunarteymi AkzoNobel, móðurfyrirtækis Nordsjö, Sikkens, Dulux o.fl. Á fyrri myndinni hér til hægri má sjá alla litina sem urðu fyrir valinu en þeim er yfirleitt raðað í fjórar megin litasamsetningar. Bláa pallettan hefur slegið í gegn í Skandinavíu og á Íslandi og þá sérstaklega millidökki liturinn ljúfi, DENIM DRIFT. DENIM DRIFT er einmitt litur ársins 2017 og virðist hreinlega passa við allt. Hann situr fyrir miðju á báðum myndum.

Smellið á myndirnar til að opna bæklingana hér fyrir neðan.

CF17_Total_ColorpaletteNORDSJÖ Colour-Futures-17-COTY-Colour-Palette

Color Future Trends 2016

Color Future Trends 2015

color-futures-15

Color Future Trends 2014

color-futures-14

Color Future Trends 2013

color-futures-13

Color Future Trends 2012

color-futures-12