Lofta- og veggjamálning 5%

Professional A5

Professional A5 er vatnsþynnanleg, slitsterk akrýlmálning með mattri og nútímalegri áferð sem á vel við í rýmum með mikilli náttúrulegri birtu. Professional A5 þekur einstaklega vel – er sérstaklega hönnuð til að þekja í tveimur umferðum við nýmálun.

Professional A5 hentar til notkunar m.a. á gifsplötur og steypt loft, pússuð sem ópússuð. Hún má fara sem eina efnið beint á sandspartlaða fleti (þ.e. einungis á Nordsjö sprautuspartl og handspartl), bæði á loft og veggi og er því mjög til hagræðingar við málun í nýbyggingum.

svanurinn                       evropublomid1  Tækniblað