Við erum stolt af því að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á málningu sem byggir á náttúrulegum efnum, gömlum vinnsluhefðum og handverki. Þar má nefna ekta línolíumálningu, trétjöru, viðarolíur, shellack, kalkmálningu og marmaraspartl. Þessi efni eiga það sammerkt að vera náttúruleg (eru ekki framleidd á kemískan hátt) og eiga ekki uppruna sinn í olíuiðnaðinum – eins og öll nútímamálningarefni gera í raun.

Sérefni flytja inn vörur sænsku fyrirtækjanna Allbäck og Auson sem eru leiðandi í framleiðslu hefðbundinnar málningar. Auson trétjaran er gerð úr náttúrulegum hráefnum, unnin úr rótum og fræjum trjáa. Trétjara hefur verið notuð öldum saman á Norðurlöndunum til að verja timburveggi og tréverk fyrir sprungu-myndun og upptöku raka sem á endanum eyðileggur viðinn. Það má rekja til trétjörunnar hve vel timburbyggingar frá miðöldum eru varðveittar í dag.

Auson vörubæklingur hér

Showing all 9 results