fbpx

Litir ársins

Litur ársins 2024 - Sweet Embrace

LITUR ÁRSINS* 2024 heitir Sweet Embrace™. Hér er á ferðinni mildur og léttur bleikur tónn sem er breytilegur eftir ljósinu – en það stafar alltaf af honum notaleg hlýja, ró og vinsemd. Sweet Embrace þýðir í raun “elskulegt faðmlag”. Pastelbleiki liturinn Sweet Embrace er innblásinn af mjúkum fjöðrum og skýjafari seint á sumarkvöldum. Hann býður okkur hlýlega velkomin og skapar fullkomna ró í öll rými – einmitt það sem við öll þörfnumst.

Sweet Embrace er liturinn sem þrjár litapallettur eru síðan byggðar í kringum. Þær endurspegla þrjú þemu sem fjölþjóðlegt hönnunarteymi okkar hafði sem viðmið: Í óvissum heimi viljum við tilheyra. Við þurfum staði sem láta okkur finna fyrir en við leitum líka eftir gleði í hversdagslegum upplifunum. Þessar þrjár samfélagslegu tilhneigingar munu hafa áhrif á hvernig við lifum á komandi ári og litavalið tekur mið af þeim. Fjölbreytnin í litapallettunum gerir okkur kleift að sérsníða umhverfi okkar að persónulegum smekk með vinsælum litum sem falla fallega hver að öðrum og passa jafnframt við tímana sem við lifum á.

*LITUR ÁRSINS er valinn ár hvert af litasérfræðingum AkzoNobel samsteypunnar, sem er móðurfyrirtæki Nordsjö, Sikkens og fleiri annarra alþjóðlegra fyrirtækja í málningarbransanum. Framleiðendur málningarinnar okkar hafa í áratugi rekið litamiðstöð með fjöldanum öllum af sérfræðingum og hönnuðum sem greina tískustrauma, litahönnun og listastefnur. Hópurinn fylgist með félagslegum og menningarlegum straumum í hönnun á 80 skilgreindum mörkuðum um allan heim (150 löndum). Verkefnið er svo ár hvert að velja lit ársins og skapa nokkrar 10 lita pallettur í kringum hann. Litirnir hafa ætíð haft mikið forspárgildi og endurspegla vel langanir og þarfir viðskiptavina í fagurfræðilegu tilliti.

Allar þrjár litapallettur ársins 2024 samankomnar – CF2024

A WARM COLOUR STORY

HLÝLEGA LITASAGAN: PERSÓNULEG RÝMI

Einkennandi fyrir hlýju litapallettuna eru heitir jarðtónar, innblásnir af terracotta-tónum landanna við Miðjarðarhafið og gylltum eyðimerkursandi. Þeir skapa stemningu og þægileg rými þar sem okkur líður vel og getum endurskilgreint umhverfi okkar.

Litir ársins 2024 – A Warm Colour Story, Colour Futures 2024 

A CALM COLOUR STORY

RÓANDI LITASAGAN: EINFÖLDUÐ RÝMI

Einkennandi fyrir róandi litapallettuna eru fljótandi náttúrutónar. Þeir skapa róandi rými þar sem við slökum á og hreinsum hugann til að gera okkur kleift að enduruppgötva gildi einfaldari hlutanna.

Litir ársins 2024 – A Calm Colour Story, Colour Futures 2024 

AN UPLIFTING COLOUR STORY

UPPLÍFGANDI LITASAGAN: VINALEG RÝMI

Einkennandi fyrir upplífgandi litapallettuna eru pasteltónar. Með mjúkum fjóluðum, nútímalegum gulum og mildum bleikum tónum færir þessi litapalletta jákvæðan karaker í hvert rými. Hún minnir á ný tækifæri og áhyggjulausar stundir.

Litir ársins 2024 – An Uplifting Colour Story, Colour Futures 2024

Litur ársins 2023 - Wild Wonder

LITUR ÁRSINS* 2023 er mættur, mildur og hlýr. Hann er bæði góður grunn- og stoðlitur inn í þær fallegu jarðtónasamsetningar sem verða ráðandi næstu misserin. WILD WONDER er litur ársins 2023; ljómandi, gullinn tónn sem endurspeglar og lofsyngur töfra náttúrunnar. Wild Wonder er innblásinn af hlýjum tónum haustuppskerunnar og færir orku, jákvæðni og tengingu við náttúruna inn á heimilin svo okkur líði betur í eigin ranni.

*LITUR ÁRSINS er valinn ár hvert af litasérfræðingum AkzoNobel samsteypunnar, sem er móðurfyrirtæki Nordsjö, Sikkens og fleiri annarra alþjóðlegra fyrirtækja í málningarbransanum. Framleiðendur málningarinnar okkar hafa í áratugi rekið litamiðstöð með fjöldanum öllum af sérfræðingum og hönnuðum sem greina tískustrauma, litahönnun og listastefnur. Hópurinn fylgist með félagslegum og menningarlegum straumum í hönnun á 80 skilgreindum mörkuðum um allan heim. Verkefnið er svo ár hvert að velja lit ársins og skapa fjórar 10 lita pallettur í kringum hann. Litirnir hafa ætíð haft mikið forspárgildi og endurspegla vel langanir og þarfir viðskiptavina í fagurfræðilegu tilliti.

Allar fjórar litapallettur ársins 2023 samankomnar – CF2023

RAW PALLETTAN

HRÁIR LITIR – LITBRIGÐI UPPSKERUNNAR

Áherslan í RAW litapallettunni er á hráefni náttúrunnar og endurspeglar hún ríkidæmi auðlinda og hönnunar allt í kringum okkur. Hún nærir tilfinninguna fyrir fleiri möguleikum og sköpun í rýmum.

Litir ársins 2023 – RAW Colours, Colour Futures 2023 

BUZZ PALLETTAN

FJÖRLEGIR TÓNAR – BIRTUBLÆBRIGÐI AKRANNA

Litapallettan BUZZ er innblásin af iðandi líffjölbreytni grasengja og villiblómaakra. Hressilegir tónar færa rýmunum gleði, einingu og tengingu við náttúruna.

Litir ársins 2023 - BUZZ Colours, Colour Futures 2023

LUSH PALLETTAN

GRÓSKUMIKLIR LITIR – TÓNAR SKÓGARINS

Innblásturinn að LUSH pallettunni kemur úr görðum og skóglendi, uppfullu af þriflegum plöntum og safaríkum gróðri. Litapallettan er róandi og færir friðsæld og kunnugleika í rýmin.

Litir ársins 2023 - LUSH Colours, Colour Futures 2023

FLOW PALLETTAN

VATNSTÓNAR – BLÆBRIGÐI SJÁVARSÍÐUNNAR

Þessi lágstemmda og tímalausa litapalletta, sem er innblásin af takti sjávar og strauma í náttúrunni, gefur tilfinningu fyrir flæði, ferskleika og jafnvægi í rýmin.

Litir ársins 2023 - FLOW Colours, Colour Futures 2023

Litur ársins 2022

LITUR ÁRSINS 2022 er kominn í hús og ber hið glaðlega nafn BRIGHT SKIES! 

Bright Skies er léttur, ljósblár litur sem er ferskur, opinn og góður fyrir sálina. Hann endurspeglar takmarkalausan himininn yfir og allt um kring, færir vott af náttúrunni inn til okkar og getur blásið nýju lífi í hvaða rými sem er. Þetta er líka tónn sem passar einkar vel við fjölda annarra lita – allt frá mjúkum, hlutlausum tónum til glaðlegra, skærra lita. Sannkallaður peppari án þess að vera nokkru sinni yfirþyrmandi.

*LITUR ÁRSINS er valinn ár hvert af litasérfræðingum AkzoNobel samsteypunnar, sem er móðurfyrirtæki Nordsjö, Sikkens og fleiri annarra alþjóðlegra fyrirtækja í málningarbransanum. Framleiðendur málningarinnnar okkar hafa í áratugi rekið litamiðstöð með fjöldanum öllum af sérfræðingum og hönnuðum sem greina tískustrauma, litahönnun og listastefnur. Hópurinn fylgist með félagslegum og menningarlegum straumum í hönnun á 80 skilgreindum mörkuðum um allan heim. Verkefnið er svo ár hvert að velja lit ársins og skapa fjórar 10 lita pallettur í kringum hann. Litirnir hafa ætíð haft mikið forspárgildi og endurspegla vel langanir og þarfir viðskiptavina í fagurfræðilegu tilliti.

SALON PALLETTAN

SÝNINGARSALURINN – LÉTTIR, HLUTLAUSIR TÓNAR

Þessi litapalletta samanstendur af mjúkum, ljósum og hlutlausum litum sem eru tilvaldir sem hinn auði “strigi”. Ferskir og sameinandi tónar hjálpa við að opna og lýsa upp rýmin. Með Salon litina sem bakgrunn er heimilið í raun tilbúið fyrir hvaða stíl sem er.

GREENHOUSE PALLETTAN

GRÓÐURHÚSIÐ – FERSKIR NÁTTÚRUTÓNAR

Þessi litapalletta stendur saman af ferskum grænum og bláum tónum sem geta látið hvaða herbergi sem er fá tengingu við náttúruna. Þetta eru litir sem færa jákvæð áhrif náttúrunnar inn í rýmið og að búa til mikilvægt andrými.

STUDIO PALLETTAN

STÚDÍÓIÐ – HUGHREYSTANDI TÓNAR

Þessir fölbleiku, rauðu og appelsínugulu tónar eru hlýir og hughreystandi og geta því hjálpað til við að breyta hvaða rými sem er í róandi griðastað. Lágstemmdir og andlega hvetjandi litirnir geta hjálpað okkur að flýja hversdaginn og endurheimta orkuna.

WORKSHOP PALLETTAN

VINNUSTOFAN – LITBRIGÐI KVIKSJÁRINNAR

 

Þessi marglita og glaðlega litapalletta er létt og björt og því fullkomin til að umbreyta heimilinu í nýtt, margnota rými. Þessir tónar eru jákvæðir, draga fram fegurðina í hver öðrum og virka skemmtilega saman. 

Litur ársins 2021

LITUR ÁRSINS 2021 heitir BRAVE GROUND! Brave Ground er hlýr, millidökkur tónn á jarðbrúna skalanum. Þetta er náttúrulegur og notalegur tónn sem býr yfir jafnvægi og hlutleysi sem gerir öðrum litum kleift að njóta sín. Brave Ground er því traustur grunnur, sem eins og jörðin undir fótum okkar minnir á stöðugleika, vöxt og möguleika. Hann hjálpar til við að skapa umhverfi sem veitir okkur hugrekki til að taka á móti breytingum. Brave Ground er kjarnalitur í fjórum litapallettum sem viðskiptavinir geta haft til hliðsjónar við að finna pottþéttar litasamsetningar fyrir heimilið.

*LITUR ÁRSINS er valinn af litasérfræðingum AkzoNobel samsteypunnar, sem er móðurfyrirtæki Nordsjö, Sikkens og fleiri annarra alþjóðlegra fyrirtækja í málningarbransanum. Framleiðendur málningarinnnar okkar hafa í áratugi rekið litamiðstöð með fjöldanum öllum af sérfræðingum og hönnuðum sem greina tískustrauma, litahönnun og listastefnur. Hópurinn fylgist með félagslegum og menningarlegum straumum í hönnun á 80 skilgreindum mörkuðum um allan heim. Verkefnið er svo ár hvert að velja lit ársins og skapa fjórar 10 lita pallettur í kringum hann. Litirnir hafa ætíð haft mikið forspárgildi og endurspeglað langanir og þarfir viðskiptavina í fagurfræðilegu tilliti.

TRUST PALLETTAN

EXPRESSIVE PALLETTAN

TIMELESS PALLETTAN

EARTH PALLETTAN

"Earth" pallettan

Litur ársins 2020

LITUR ÁRSINS 2020 heitir TRANQUIL DAWN! Þetta er bjartur litur sem tekur sér stöðu einhvers staðar á græna – bláa – gráa skalanum. Hann markar nýja dögun, nýjan áratug með von um friðsæld og virðingu fyrir náttúrunni og því sem gerir okkur mannleg. Þessi tónn er ljúfur og örlítið óræður enda minnir hann á litina á morgunhimninum. Tranquil Dawn hefur þennan umvefjandi, létta eiginleika sem krefst einskis en skapar hlýlegt andrúmsloft. Slíka liti er auðvelt að para saman með flestum öðrum litum.

Tranquil Dawn er kjarnalitur í öllum fjórum litapallettunum sem viðskiptavinir geta haft til hliðsjónar við að finna flottar og pottþéttar litasamsetningar fyrir heimilið. Allar litapalletturnar má sjá í samhengi í litabæklingnum hér fyrir neðan.

*LITUR ÁRSINS er valinn af litasérfræðingum AkzoNobel samsteypunnar, sem er móðurfyrirtæki Nordsjö, Sikkens og fleiri annarra alþjóðlegra fyrirtækja í málningarbransanum.

Smellið á bæklingin hér að neðan

Litur ársins 2019

LITUR ÁRSINS er kominn fram hjá AkzoNobel samsteypunni, sem er móðurfyrirtæki Nordsjö, Sikkens og fleiri annarra alþjóðlegra fyrirtækja í málningarbransanum. Liturinn heitir SPICED HONEY! Hann er valinn eftir djúpa greiningu á straumum og stefnum, m.a. í fatatísku, hönnun, arkitektúr og neyslumenningu samtímans.

Spiced Honey er nútímalegt val sem passar við ólíka innanhússhönnun og lífsstíl. Liturinn er hlýr og brenndur gulbrúnn tónnn, innblásinn af fegurð og fjölbreytileika hunangs. Hann er róandi, notalegur og smekklegur en getur líka verið líflegur, allt eftir lýsingu og samsetningu litanna í kring.

Auk þess að velja Spiced Honey sem lit ársins 2019, hefur hönnunar- og arkitektateymi Nordsjö, Sikkens og systurfyrirtækjanna um allan heim sett saman fjórar guðdómlegar litapallettur til að aðstoða viðskiptavinina við að finna flottar og pottþéttar litasamsetningar fyrir heimilið. Spiced Honey er kjarnalitur í þeim öllum. Hann er grunnliturinn á myndinni hér til hliðar og tengir saman hina fallegu tónana sem einnig má finna í einni af nýju litapallettunum fjórum. Allar litapalletturnar má sjá í samhengi í litabæklingnum hér fyrir neðan.

Smellið á bæklingin hér að neðan

Litur ársins 2018

HEART WOOD er litur ársins 2018! Heart Wood er mildur jarðarlitur með hlýjum grábleikum tóni. Dásamlega fallegur, fullorðins bleikur sem hentar í öll rými.

Litir hvers árs eru valdir af stóru hönnunarteymi AkzoNobel, móðurfyrirtækis Nordsjö, Sikkens, Dulux o.fl. fyrirtækja í málningargeiranum. Litunum er yfirleitt raðað í fjórar megin litasamsetningar og verður spennandi að sjá hvort Íslendingar taki bleiku tónunum jafn fagnandi og bláu litapallettunni í fyrra.

Heart Wood er kjarnalitur í öllum nýju litapallettunum okkar. Hann er grunnliturinn á myndinni hér til hliðar og tengir saman hina fallegu tónana sem einnig má finna í einni af nýju litapallettunum fjórum. Allar litapalletturnar má sjá í samhengi í litabæklingnum hér fyrir neðan.

Smellið á bæklingin hér að neðan

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping