Almött veggjamálning pólýúretanstyrkt

Alphacryl Pure Mat SF

Alphacryl Pure Mat SF er almött, vatnsþynnanleg, pólýúretan-styrkt akrýlmálning til notkunar innanhúss. Hún hefur einkar fallega og silkimjúka áferð, endurkastar ekki ljósi en dregur fram dýpt í litum. Alphacryl Pure Mat hefur gott rispuþol, er slitsterk og breytist ekki við þvott eins og algengt er með mjög matta málningu. Hún hylur og þekur óvenjuvel, hefur langan opinn tíma og er afar auðveld að mála með.

Alphacryl Pure Mat hefur einstaka einangrunareiginleika og kemur í veg fyrir að erfiðir blettir, (nikótín, kvistir, sót o.s.frv.) nái að blæða í gegn. Hún hentar á nær alla gerðir undirlags innandyra. Efnið nær fullri hörku á þremur vikum. Þrífið málninguna með trefjaklút og köldu vatni. Umhverfisvottuð og leysiefnalaus.

evropublomid1Tækniblað