Málning fyrir hús og stærri byggingar

Sérefni eru með einkaumboð fyrir Nordsjö málningu, sem landsmenn þekkja vel enda hefur vörumerkið verið á íslenskum markaði í meira en hálfa öld. Sænska fyrirtækið Nordsjö var stofnað 1903 og er leiðandi vörumerki á Norðurlöndunum í málningarvörum. Nordsjö húsamálningin skiptist í inni- og útimálningu, viðarvörn, spörtl og lökk og er stór hluti efnanna með alþjóðlegar umhverfisvottanir.

Hollenska málningarfyrirtækið Sikkens, stofnað 1792, er systurfyrirtæki Nordsjö og framleiðir hágæða olíu- og pólýúretanlökk og sérhæfð málningarefni fyrir steinsteypu og múrklæðningar. Saman mynda vörumerkin einstaklega sterkt framboð í öllu er varðar málningu húsa. Rannsóknarstofur fyrirtækjanna eru framsæknar í þróunarstarfi og óhætt er að segja að þar sé lykillinn að gæðunum og því sem við köllum „Nýja kynslóð málningarefna“.

Loks má geta þess að Sérefni halda einnig í heiðri gömlu náttúruefnin sem notuð hafa verið um aldir, t.d. kalkmálningu, marmaraspartl, steinefnamálningu, trétjöru, kínaolíu og línolíu. Þau koma frá fyrirtækjunum ArteConstructo í Belgíu, Keim í Þýskalandi og Auson og Allbäck í Svíþjóð.

Málning innanhúss

Málning utanhúss