Kalkmálning

10Saga kalkefna í húsamálun

Vinsældir kalkefna í húsamálun hafa vaxið ört í mið- og norðurhluta Evrópu síðastliðin ár. SérEfni hóf að kynna þennan fallega og skemmtilega valkost fyrir Íslendingum og hefur um árabil flutt inn ítalska kalkmálningu og marmaraspartl. Boðið er upp á mikið litaúrval og leiðbeiningar um notkun.

Í gegnum aldirnar hafa hús og hýbýli í Suður-Evrópu verið máluð með kalki, bæði innandyra sem utan. Á tímum Endurreisnarinnar máluðu listamennirnir Raphael og Michaelangelo sínar ódauðlegu freskur á veggi með kalkmálningu og enn þann dag í dag má njóta litfegurðar þessara verka þó aldir hafi liðið.

Mismunandi afbrigði af kalkmálningu hafa þróast með því að blanda marmarasalla, jurtum og náttúrulegum litarefnum út í kalkið. Þannig fengust með tíð og tíma betri gæði og ólík blæbrigði í áferð og litum. Kalkmálningin er almött og dýptin í litunum algjörlega einstök og sérlega falleg. Litavalið byggist fyrst og fremst á jarðefnalitum, enda er kalkið jarðefni og eitt af elstu og endingarbestu byggingarefnunum. Litbrigðin í málningunni er breytilegt og stjórnast af birtuskilyrðum og lýsingu. Þegar litir eru valdir, þarf að hafa liti í nánasta umhverfi í huga, svo sem á húsgögnum, málverkum og innréttingum. Kalkefnin henta tvímælalaust bæði með antík- og nútímahúsgögnum og innréttingum því segja má að þau séu tímalaus.

 

Tvær gerðir kalkefna

Kalkefnin eru umhverfisvænar afurðir og stuðla að heilnæmu andrúmslofti þar sem þau innihalda hvorki plast- né rotvarnarefni, enda byggja þau á ævagömlum vinnsluaðferðum sem komu fram löngu fyrir tíma plast- og iðnaðarefna. Kalkefnunum okkar má skipta í tvo meginflokka; kalkmálningu og marmarasparsl. Báðar tegundir eru hrein náttúruefni. Kalkmálningin er unnin úr kalksteini og marmarasparslið er samsett úr marmarasalla og kalki en hvort tveggja eru lituð með náttúrulegum litarefnum. Kalk er mjög basískt efni og því þrífst ekki í því mygla og sveppur. Efnin henta því vel í rökum rýmum þar sem ekki er beint vatnsálag.

 

Verjið kalkfleti sem mikið eru snertir

Kalkmálning er viðkvæm fyrir stöðugri snertingu, þ.e. húðfitu. Þar sem búast má við álagi, t.d. á húsgögnum, er snjallt að verja kalkáferðina með bývaxi. ECOCERA bývaxið er náttúrulegt vax sem verndar gegn óhreinindum og gerir fleti vatnshelda upp að vissu marki. ECOCERA er unnið á gamaldags hátt úr hreinu bývaxi, er leysiefnalaust og fleytigert í Marseille sápu. Þessi tegund er sérstaklega hönnuð fyrir kalkefni og keypt inn í Sérefni af sama fyrirtæki og ítalska kalkmálningin.

 

Í verslun okkar er úrval af hönnunarbókum og litakortum sem sýna áferð, liti og notkun á kalkinu. Athugið að tölvuskjáir sýna ekki fyllilega rétt blæbrigði lita og því gott að tryggja með aðstoð starfsfólksins í verslun að liturinn henti vel. Tæknilegar upplýsingar er einnig hægt að nálgast hjá birgjanum á www.arteconstructo.be