
Mandrava Folklore - Arte
Mandrava Folklore – Arte
Melaky veggklæðningarnar byggja á fjölbreyttri náttúru Melaky, héraðs á eynni Madagaskar með sínum þurru sléttum, graslendi og þéttum fenjavið. Mórberjatréð og raffíapálminn vaxa þar víða og skapa innblástur fyrir þessa hönnunarlínu. Hún byggir á handverksaðferðum þar sem unnið er með börk mórberjatrésins og trefjar raffíapálmans. Áferð og hlýir, náttúrulegir litir sameinast í fallega lífrænt yfirbragð sem skapar tilfinningu fyrir einfaldleika og dýpt. Algerlega tímalaus hönnunarlína.
Mandrava er frábært dæmi um handverk þar sem textíllinn er þakinn þéttum útsaum með heillandi blómamynstri. Svona listsaumur er kallaður Mandrava, eftir malagasíska orðinu fyrir laufþak. Útsaumurinn á hliðunum er óreglulegur og skapar svörtu lóðréttu línuna en breidd hennar getur verið örlítið breytileg. Það er hluti af hönnuninni.
Mandrava er handsaumað blómamynstur á textíl. Það er með baki úr blöndu af pappír og gervitrefjum (non-woven) sem þenst ekki út í límingu og er auðvelt að ná af veggnum seinna meir. Athugið að mælt er með að setja límið á vegginn. Blautt/rakt lím má strjúka létt af framhliðinni með rökum svampi. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið – sem eindregið er mælt með. Einnig má benda á myndbönd á heimasíðunni.
Leiðbeiningar fyrir veggfóður úr textíl á non-woven bakhlið
Myndband fyrir uppsetningu á textílveggfóðri með non-woven baki
58.700 kr. lengdarmetraverð
Í boði sem biðpöntun