fbpx

Veggfóður

Selva-línan frá Arte

Belgíska hönnunarfyrirtækið Arte framleiðir einstaklega vönduð veggfóður. Við höfum um langa hríð sérpantað frá Arte fyrir arkitekta en með auknum vinsældum veggfóðurs viljum við sýna almenningi ótrúlegt framboð og fegurð þessa merkis.

Hér drögum við fram eina Arte hönnunarlínuna sem kallast Selva. Veggfóðursmynstrin í Selva eiga það sammerkt að líkja eftir náttúrulegum efnum og koma í mildum jarðtónum. Við sjáum t.d. mynstur úr bananalaufum, berki og fléttuðum pandanus laufum. Mynstrin eru upphleypt til að gefa fallega áferð og þrívíddartilfinningu. Selva veggfóðrið er níðsterkt, þvottþolið og á góðu verði. 

Newbie-línan frá Boråstapeter

Nú fást undurfallegu mynstrin frá Newbie í veggfóðri! Hefðbundið handverk Boråstapeter og draumkennd hönnun Newbie sameinast í veggfóðurslínu í mildum litasamsetningum. Stórkostleg dýr og óuppgötvaðir staðir – í hönnunarlínunni birtast heimshöfin, frumskógurinn og ævintýrin en líka sæt blóm og villtur, sænskur skógur. 

Special Selection frá Rebel Walls

 Special Selection er samsafn heilmynda með mynstrum í glæsilegri yfirstærð sem ýmist minna á draumkennd málverk eða marmara. Hér eru lífræn plöntu- og steinmótíf í dásamlega mildum jarðtónum. Dempaðir litir tengja náttúruna inn á heimilið og fara vel við allar stíltegundir.

Jordnära frá Sandberg

Jordnära þýðir “nær jörðinni eða náttúrunni” og er samsafn veggfóðursmynstra með mjúka fagurfræði og róandi nærveru. Á tímum þegar við eyðum meiri tíma heima við er griðastaður hvers og eins mikilvægari en nokkru sinni fyrir. Við þurfum herbergi sem anda, rými þar sem við getum endurheimt frið og jafnvægi. Nálægðin við náttúruna gefur okkur þá tilfinningu og endurspegla litir og mótíf í Jordnära einmitt það. Ástin á handverkinu skín jafnframt í gegn með vönduðum pensilstrokum, mjúkri áferð og nútímalegum grafískum línum. 

The Contemporary Selection
frá Cole & Son

Þessi hönnunarlína er afar stór enda sameinar hún vinsælustu mynstrin úr fjórum þekktum Cole & Son línum frá síðustu áratugum. Öll mynstrin eru auðþekkjanleg hönnunarklassík og brautryðjandi í heimi hönnunar. Þau endurspegla einstaka heimspeki fyrirtækisins – að sameina lit og mynstur í sínum afar einkennandi stíl. Eftir stílnum er tekið og hefur hann haft mótandi áhrif á marga hönnuði í geiranum. Sem dæmi um mynstur sem allir í bransanum þekkja eru pálmaskógurinn, flamengóarnir, sexhyrningarnir og kerfillinn, að ógleymdum birkiskóginum sem til er í ótal útgáfum. Öll mynstrin fást í miklum fjölda litasamsetninga. 

High Performance Textures frá Omexco

Loks er hér einlit lína með mjúkri áferð náttúruefna. Áferðin er upphleypt og fæst í fimm textílflokkum: Hör, abaco, hrásilki (tussah), silki og denim. Dásamlega mild og lágstemmd lína, bæði í litum og áferð. Veggfóðrið lyftir sléttum veggjunum upp og gerir rýmin einstaklega hlýleg. Margir sakna fallega, gamla strigaveggfóðursins einmitt fyrir ofangreinda eiginleika en kostirnir í HPT-línunni eru margir fram yfir strigann, t.d. þarf ekki að ryksuga veggina, samskeytin eru ósýnileg og lítil eldhætta er á ferð því veggfóðrið er eldvarið. 

Að hengja upp veggfóður - aðferðir

1. Veggfóður með "non-woven" bakhlið

Áður en verk hefst:

  • Gangið úr skugga um að allar rúllurnar séu óskemmdar, vörunúmer og lotunúmer séu eins og að litir passi saman. Skoðið veggfóðrið innan 14 daga frá kaupum og látið vita ef gallar koma fram.
  • Geymið öll númer og kóða.
  • Verið viss um að mynstrið snúi rétt.
  • Það er á ábyrgð kaupanda að tryggja að veggfóðrið sé rétt hengt upp og í lagi.
  • Ef spurningar vakna, hikið ekki við að senda tölvupóst á vefverslun@serefni.is eða serefni@serefni.is. Einnig má hringja í síma 517-0404 milli kl. 8 og 18 virka daga.

Uppsetning á veggfóðri með “non-woven” bakhlið (flest nútímaveggfóður, t.d. frá sænskum framleiðendum):

  1. Verkfæri: Hallamál, skurðarstika, plastspaði og/eða mjúkur bursti (ef undirlagið er gróft), samskeytarúlla, svampur/tuska og dúkahnífur. Notið ekki önnur lím en sérhönnuð veggfóðurslím; í Sérefnum fæst límið Nordsjö Non-Woven (1L, 5L og 15L. Þekja er 3-5m²/L). Non-woven vísar til veggfóðurs með pappírsbaki sem styrkt hefur verið með gervitrefjablöndu. Afar auðvelt er að ná slíku veggfóðri af vegg síðar meir.
  2. Til að tryggja fullkomna áferð verður að undirbúa veggina vel. Fyllið upp í öll göt á veggjum, tryggið að veggur sé sléttur, þurr og að yfirborðið sé fast í sér. Hraunaðir veggir henta ekki sem undirlag.
  3. Veggurinn ætti að vera einlitur svo litaskil sjáist síður í gegnum veggfóðursmynstrið. Notið grunn í svipuðum lit og veggfóðrið ef mikill litamunur er milli veggjar og veggfóðurs.
  4. Hreinsið óhreinindi og fitu af veggjum með fituhreinsi, t.d. Nordsjö Målartvätt. Veggirnir mega ekki vera alkalískir (s.s. ber steinsteypa eða kalkmálaðir), þannig fleti skal grunna með t.d. Nordsjö Grund+ eða Microdispers.
  5. Það fer eftir stærð mynsturs og flatar hvort byrjað er að líma í horni eða við miðju (oftast er byrjað frá horni). Merkið fyrir lengjunni og notið hallamál eða leysigeisla. Ekki gera ráð fyrir að herbergið sé fullkomlega hornrétt.
  6. Mælið hæð veggjar og bætið nokkrum cm við, a.m.k. 2-3 cm efst og neðst (metið með tilliti til endurtekningar mynsturs). Ef mynstrið er stórgert verður að ákveða fyrst hvar formin í mynstrinu eiga að lenda á veggnum. Klippið fyrsta renninginn. Skerið fyrir tenglum, hurðum og gluggum áður en þið límið.
  7. Rúllið veggfóðurslími fremur þykkt á vegginn á flöt sem er um 10-12 cm breiðari en lengjan. Notið pensil við lista og loft.
  8. Dragið fyrsta veggfóðursrenninginn upp í átt að lofti og festið lauslega efst. Látið hann ná a.m.k. 2-3 cm upp fyrir kverk og niður fyrir gólfskil. Látið veggfóðrið ná 1-2 cm inn yfir hornið. Mikilvægast er að tryggja að fyrsti renningurinn sé beinn og mynstrið halli ekki því skekkja hefur áhrif á allar hinar lengjurnar. Ýtið lengjunni til í líminu þar til hún situr rétt.
  9. Notið veggfóðursspaða eða veggfóðursbursta til að slétta út loftbólur (ef undirlagið er gróft hentar bursti betur). Vinnið ykkur niður frá toppi til gólfs og frá miðju út til hliðanna.
  10. Skerið umframveggfóðrið efst og neðst með beittum dúkahníf. Gott er að leggja spaða eða stiku bak við hnífinn til að fá fallegan skurð og reynið að skera í einni hreyfingu. Notið nýtt brotablað í dúkahnífnum við næsta skurð.
  11. Þegar næsti renningur er settur upp þarf að gæta þess að mynstrið passi við þann fyrri. Því verður einhver afskurður af hverjum renningi, meira af stórgerðum mynstrum en smágerðum. Enginn afskurður er af einlitu og langröndóttu veggfóðri, nema efst og neðst.
  12. Notið litla samskeytarúllu fyrir veggfóður til að pressa saman samskeytin á lengjunum. Munið að gera það meðan límið er blautt.
  13. Þurrkið umfram lím af veggfóðrinu strax með rökum svampi eða tusku. Hreinsið límið jafnóðum af vegfóðursskilum og listum svo það harðni ekki á yfirborðinu. Athugið að textílveggfóður þola ekki lím á framhlið.
  14. Látið þorna við herbergishita; ekki reyna að flýta þornun því þá gæti veggfóðrið hlaupið.
  15. Ef notað hefur verið of lítið lím gætu samskeytin losnað aðeins upp á pörtum. Það má laga með því að setja lím í litla sprautu og sprauta undir samskeytin. Rúlla svo yfir og þurrka umframlím.
Myndbönd

2. Veggfóður með pappírsbakhlið

Áður en verk hefst:

  • Gangið úr skugga um að allar rúllurnar séu óskemmdar, vörunúmer og lotunúmer séu eins og að litir passi saman. Skoðið veggfóðrið innan 14 daga frá kaupum og látið vita ef gallar koma fram.
  • Geymið öll númer og kóða.
  • Verið viss um að mynstrið snúi rétt.
  • Það er á ábyrgð kaupanda að tryggja að veggfóðrið sé rétt hengt upp og í lagi.
  • Ef spurningar vakna, hikið ekki við að senda tölvupóst á vefverslun@serefni.is eða serefni@serefni.is. Einnig má hringja í síma 517-0404 milli kl. 8 og 18 virka daga.

Uppsetning á veggfóðri með bakhlið úr pappír, t.d. sum frá Arte og Omexco:

  1. Verkfæri: Hallamál, skurðarstika, plastspaði og/eða mjúkur bursti (ef undirlagið er gróft), samskeytarúlla, svampur/tuska og dúkahnífur. Notið ekki önnur lím en sérhönnuð veggfóðurslím; í Sérefnum fæst límið Nordsjö Non-Woven (1L, 5L og 15L; þekja 3-5m²/L). 
  2. Til að tryggja fullkomna áferð verður að undirbúa veggina vel. Fyllið upp í öll göt á veggjum, tryggið að veggur sé sléttur, þurr og að yfirborðið sé fast í sér. Hraunaðir veggir henta ekki sem undirlag.
  1. Veggurinn ætti að vera einlitur svo engin litaskil sjáist í gegnum veggfóðursmynstrið. Notið grunn í svipuðum lit og veggfóðrið ef mikill litamunur er milli veggjar og veggfóðurs.
  1. Hreinsið óhreinindi og fitu af veggjum með fituhreinsi, t.d. Nordsjö Målartvätt. Veggirnir mega ekki vera alkalískir (s.s. ber steinsteypa eða kalkmálaðir), þannig fleti skal grunna með t.d. Nordsjö Grund+ eða Microdispers.
  1. Það fer eftir stærð mynsturs og flatar hvort byrjað er að líma í horni eða við miðju (oftast er byrjað frá horni). Merkið fyrir lengjunni og notið hallamál eða leysigeisla. Ekki gera ráð fyrir að herbergið sé fullkomlega hornrétt.
  1. Mælið hæð veggjar og bætið nokkrum cm við, a.m.k. 2-3 cm efst og neðst. Ef mynstrið er stórgert verður að ákveða fyrst hvar formin í mynstrinu eiga að lenda á veggnum. Athugið hvort mynstrið er eins þvert á flötinn eða skásett (drop match). Klippið fyrsta renninginn og síðan aðra í samræmi við mynstur (önnur hver lengja er eins þegar mynstur er skáuð). Skerið fyrir tenglum, hurðum og gluggum áður en þið límið.
  1. Penslið vel af veggfóðurslími á bakhlið veggfóðurs. Leggið endana á lengjunum saman inn á við að miðju svo límið þorni ekki og leggið svo alla lengjuna varlega saman. VIÐVÖRUN: Varist að fá brot í veggfóðrið því krumpurnar HVERFA EKKI eftir upphengingu. Látið bíða í 10-12 mínútur; þá hefur veggfóðrið þanist út um 2 cm (á 70 cm breiðri rúllu).
  1. Dragið fyrstu veggfóðurslengjuna upp í átt að lofti og losið efri hlutann í sundur. Festið lauslega efst og þrýstið/sléttið úr veggfóðrinu niður vegginn. Dragið þá neðri hluta lengjunnar í sundur og sléttið úr því niður vegginn. Látið lengjuna ná a.m.k. 2-3 cm upp fyrir kverk og niður fyrir gólfskil. Látið veggfóðrið ná 1-2 cm inn yfir hornið. Mikilvægast er að tryggja að fyrsti renningurinn sé beinn og mynstrið halli ekki því skekkja hefur áhrif á allar hinar lengjurnar. Ýtið lengjunni til í líminu þar til hún situr rétt.
  1. Notið veggfóðursspaða eða veggfóðursbursta til að slétta út loftbólur (ef undirlagið er gróft hentar bursti betur). Vinnið ykkur niður frá toppi til gólfs og frá miðju út til hliðanna.
  1. Skerið umframveggfóðrið efst og neðst með beittum dúkahníf. Gott er að leggja spaða eða stiku bak við hnífinn til að fá fallegan skurð og reynið að skera í einni hreyfingu. Notið nýtt brotablað í dúkahnífnum við næsta skurð.
  1. Þurrkið umfram lím af veggfóðrinu strax með svampi og köldu vatni. Hreinsið límið jafnóðum af vegfóðursskilum og listum svo það harðni ekki á yfirborðinu. Athugið að textílveggfóður þola ekki að fá lím á framhliðina.
  1. Þegar næsti renningur er settur upp þarf að gæta þess að mynstrið passi við þann fyrri. Því verður einhver afskurður af hverjum renningi, meira af stórgerðum mynstrum en smágerðum. Enginn afskurður er af einlitu og langröndóttu veggfóðri, nema efst og neðst.
  1. Notið litla samskeytarúllu fyrir veggfóður til að pressa saman samskeytin á lengjunum. Munið að gera það meðan límið er blautt.
  2. Látið þorna við herbergishita; ekki reyna að flýta þornun því þá gæti veggfóðrið hlaupið.
    1.  
Myndbönd

3. Að hengja upp veggfóður úr náttúruefnum

Áður en verk hefst:

  • Gangið úr skugga um að allar rúllurnar séu óskemmdar, vörunúmer og lotunúmer séu eins og að litir passi saman. Skoðið veggfóðrið innan 14 daga frá kaupum og látið vita ef gallar koma fram.
  • Geymið öll númer og kóða.
  • Verið viss um að mynstrið snúi rétt.
  • Það er á ábyrgð kaupanda að tryggja að veggfóðrið sé rétt hengt upp og í lagi.
  • Ef spurningar vakna, hikið ekki við að senda tölvupóst á vefverslun@serefni.is eða serefni@serefni.is. Einnig má hringja í síma 517-0404 milli kl. 8 og 18 virka daga.
Uppsetning á veggfóðri úr náttúruefnum og textíl, t.d. sum frá Arte og Omexco:
  1.  Verkfæri: Hallamál, skurðarstika, plastspaði og/eða mjúkur bursti (ef undirlagið er gróft), samskeytarúlla, svampur/tuska og dúkahnífur. Notið ekki önnur lím en sérhönnuð veggfóðurslím; í Sérefnum fæst límið Nordsjö Non-Woven (1L, 5L og 15L; þekja 3-5m²/L). Non-Woven vísar til veggfóðurs með pappírsbaki sem styrkt hefur verið með gervitrefjablöndu. Afar auðvelt er að ná slíku veggfóðri af vegg síðar meir.
  2. Til að tryggja fullkomna áferð verður að undirbúa veggina vel. Fyllið upp í öll göt á veggjum, tryggið að veggur sé sléttur, þurr og að yfirborðið sé fast í sér. Hraunaðir veggir henta ekki sem undirlag.
  1. Veggurinn ætti að vera einlitur svo engin litaskil sjáist í gegnum veggfóðursmynstrið. Notið grunn í svipuðum lit og veggfóðrið ef mikill litamunur er milli veggjar og veggfóðurs.
  1. Hreinsið óhreinindi og fitu af veggjum með fituhreinsi, t.d. Nordsjö Målartvätt. Veggirnir mega ekki vera alkalískir (s.s. ber steinsteypa eða kalkmálaðir), þannig fleti skal grunna með t.d. Nordsjö Grund+ eða Microdispers.
  1. Það fer eftir stærð mynsturs og flatar hvort byrjað er að líma í horni eða við miðju (oftast er byrjað frá horni). Merkið fyrir lengjunni og notið hallamál eða leysigeisla. Ekki gera ráð fyrir að herbergið sé fullkomlega hornrétt.
  1. Mælið hæð veggjar og bætið nokkrum cm við, a.m.k. 2-3 cm efst og neðst. Ef mynstrið er stórgert verður að ákveða fyrst hvar formin í mynstrinu eiga að lenda á veggnum. Athugið hvort mynstrið er eins þvert á flötinn eða skásett (drop match). Klippið fyrsta renninginn og síðan aðra í samræmi við mynstur (önnur hver lengja er eins þegar mynstur er skáuð). Skerið fyrir tenglum, hurðum og gluggum áður en þið límið.
  1. Ef veggfóðrið er með pappírsbaki verður að bleyta bakinu með rökum svampi. Látið bíða í 10-12 mínútur; þá hefur veggfóðrið þanist út um 2 cm (á 70 cm breiðri rúllu). Rúllið vel af veggfóðurslími á vegginn á flöt sem er um 10-12 cm breiðari en lengjan. Notið pensil við lista og loft.
  2. Stundum þarf að bera lím á veggfóðrið líka, sjá lýsingu á stökum veggfóðrum. Veggfóður með non-woven baki þarf ekki að bleyta.
  3. Leggið endana á lengjunum saman inn á við að miðju svo límið þorni ekki og leggið svo alla lengjuna varlega saman. VIÐVÖRUN: Varist að fá brot í veggfóðrið því krumpurnar HVERFA EKKI eftir upphengingu.
  4. Dragið fyrstu veggfóðurslengjuna upp í átt að lofti og losið efri hlutann í sundur. Festið lauslega efst og þrýstið/sléttið úr veggfóðrinu niður vegginn. Dragið þá neðri hluta lengjunnar í sundur og sléttið úr því niður vegginn. Látið lengjuna ná a.m.k. 2-3 cm upp fyrir kverk og niður fyrir gólfskil. Látið veggfóðrið ná 1-2 cm inn yfir hornið. Mikilvægast er að tryggja að fyrsti renningurinn sé beinn og mynstrið halli ekki því skekkja hefur áhrif á allar hinar lengjurnar. Ýtið lengjunni til í líminu þar til hún situr rétt.
  5. Notið veggfóðursspaða eða veggfóðursbursta til að slétta út loftbólur (ef undirlagið er gróft hentar bursti betur). Vinnið ykkur niður frá toppi til gólfs og frá miðju út til hliðanna.
  6. Skerið umframveggfóðrið efst og neðst með beittum dúkahníf. Gott er að leggja spaða eða stiku bak við hnífinn til að fá fallegan skurð og reynið að skera í einni hreyfingu. Notið nýtt brotablað í dúkahnífnum við næsta skurð.
  7. Þurrkið umfram lím af veggfóðrinu strax með svampi og köldu vatni. Hreinsið límið jafnóðum af vegfóðursskilum og listum svo það harðni ekki á yfirborðinu. Athugið að textílveggfóður þola ekki að fá lím á framhliðina.
  8. Þegar næsti renningur er settur upp þarf að gæta þess að mynstrið passi við þann fyrri. Því verður einhver afskurður af hverjum renningi, meira af stórgerðum mynstrum en smágerðum. Enginn afskurður er af einlitu og langröndóttu veggfóðri, nema efst og neðst.
  9. Notið litla samskeytarúllu fyrir veggfóður til að pressa saman samskeytin á lengjunum. Munið að gera það meðan límið er blautt.
  10. Látið þorna við herbergishita; ekki reyna að flýta þornun því þá gæti veggfóðrið hlaupið.
    1.  
    1.  

Shopping cart

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping