Leicester, Woad/Sage - Morris & Co
Leicester, Woad/Sage – Morris & Co
Enski fjöllistamaðurinn William Morris, sem var í fararbroddi í list- og handíðahreyfingunni (Arts and Crafts) á 19. öld, er sérstaklega þekktur fyrir veggfóðurshönnun sína. Áherslur hans voru á náttúruleg form og lífræna hönnun í daglegu lífi almennings, með stílfærðum blómum, plöntum, fuglum, ávöxtum og fleiri náttúrumótífum. Þessi mikli hugsjónamaður skildi eftir sig um 50 mynstur sem höfðu mikil áhrif á innanhússhönnun almennt, t.d. gætir áhrifa hans greinilega í Art Nouveau, sem er beinn forveri Art Deco stílsins. Fingraför Morris eru greinileg í mynsturgerð enn þann dag í dag enda hefur hann oft verið nefndur faðir veggfóðursins.
Leicester er innblásið af fyrri hönnun Morris, Bachelors Button frá 1892, en er útfært af samverkamanni hans, John Henry Dearle, árið 1912. Stórgerð bogadregin laufblöð leggjast yfir flötinn en minni blóm kíkja upp á milli blaðanna. Þetta töfrandi veggfóður vísar í hnotskurn til rómantíkur miðalda þangað sem Morris sótti iðulega hönnunarhugmyndir sínar.
Athugið að mælt er með að setja límið á bakhlið veggfóðurs, ekki beint á vegginn. Þrífið límbletti af með hreinu vatni og mjúkum svampi ÁÐUR en límið þornar. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið.
41.149 kr. rúlluverð
Í boði sem biðpöntun































Biseau Bronze Black - Arte
Eri Pink Silver - Arte
Magnolia - Cole & Son
Water Song, Off White - Rebel Walls
Lin Moccasin - Arte
Factory Window - Rebel Walls
Malabar - Cole & Son
Snakeshead, Gold/Linen - Morris & Co
C304 loftalisti