My Feldt Trädgårdskrasse - Boråstapeter
My Feldt Trädgårdskrasse – Boråstapeter
Á blómaveggfóðrinu Trädgårdskrasse fléttast karsi saman í leikandi líflegt mynstur, handmáluðu af hönnuðinum My Feldt. Sagan er þessi: „Þegar ég var lítil var ljótur grár veggur byggður gegnt raðhúsinu okkar. Öllum fannst veggurinn hræðilegur en mamma gróðursetti karsa upp við hann og breytti veggnum í eitthvað sem allir elskuðu. Hún kenndi mér að maður getur alltaf snúið hlutunum upp í eitthvað jákvætt“. Veggfóðrið hefur laufblöð í grængráum tónum og blóm í gulum, bleikum, appelsínugulum og fölrauðum litum. Bakgrunnurinn er beige-brúnn með höráferð.
Við mælum með að bæta um 5-10 cm við hæð og breidd því veggir eru oft skakkir. Lágmarkspöntun er 3m².
ATH. Við pöntum alla mánudaga. Það tekur um viku frá pöntun að fá þessa heilmynd afgreidda í verslun.
6.074 kr. fermetraverð
Í boði sem biðpöntun































Bellewood, Grey Toile - Rebel Walls
Maidenhair, Mulberry, Ink & Alabaster Pink - Cole & Son
Le Papier Tissé Hazelnut - Arte
Aspero Blue Stone - Arte
Pure Sunflower, Mole/Gold - Morris & Co
Magnolia Garden - Boråstapeter