 
						Wundervogel - Boråstapeter
Wundervogel – Boråstapeter
Stórmynstraða Wundervogel veggfóðrið er þakið framandi fuglum og paradísarplöntum í líflegu mynstri. Stórskemmtilegt veggfóður, hannað árið 1914 af austurríska arkitektinum Dagobert Peche. Móderníska formtjáningin með geómetrískum áherslum og flóknum smáatriðum er dæmigerð fyrir Peche. Mynstrið er magnað, fullt af karakter en samt sem áður í góðu jafnvægi, sem sýnir að Peche var meistari skreytilistarinnar. Veggfóðrið hefur nú verið endurskapað í samstarfi Boråstapeter, Millesgården safnsins í Stokkhólmi og ©MAK (Museum of Applied Arts) í Vínarborg.
Við mælum með að bæta um 5-10 cm við hæð og breidd því veggir eru oft skakkir. Lágmarkspöntun er 3m².
ATH. Við pöntum alla mánudaga. Það tekur um viku frá pöntun að fá þessa heilmynd afgreidda í verslun.
6.279 kr. fermetramál
Í boði sem biðpöntun

 
					 
							 
					 
						





























 
															 
															 
															 
															 
															 
															 
															 
															 Savanna Shell, Terracotta, Claret & Metallic Gold - Cole & Son
Savanna Shell, Terracotta, Claret & Metallic Gold - Cole & Son								 Tela Aegean Blue - Arte
Tela Aegean Blue - Arte								 Line Ruby - Arte
Line Ruby - Arte								 Alma Mocha - Arte
Alma Mocha - Arte								 Spring Birds - Boråstapeter
Spring Birds - Boråstapeter