
Tree of Life Mural, Light Blue - Sandberg
7.950 kr. fermetraverð
Tree of Life Mural, Light Blue – Sandberg
Herbarium er safn vel valinna mynstra sem byggja á plöntuheiminum, alls staðar að úr hinni víðu veröld. Veggfóðurslínan sameinar stórgerð, svipmikil plöntumótíf með ríkulegum smáatriðum og samstilltri formfegurð.
Tree of Life er fjörlega handmáluð heilmynd af fantasíutré, innblásið af myndskreytingum úr bókinni Plantae Selectae frá árinu 1773, en hún er eitt merkasta rit sem skrifað hefur verið um grasafræði. Veggfóðrið er uppfullt af skrautlegum ávöxtum og er algjör vítamínsprauta í litum og formum. Það skapar sannarlega karakter og gleði í hvaða rými sem er. Hönnun: Karolina Kroon.
Lágmarkspöntun er 3m². Við mælum með að bæta um 5 cm við breidd og hæð því veggir eru oft skakkir.
7.950 kr. fermetraverð
Í boði sem biðpöntun