
Techno Bee, Oyster White - Arte
Techno Bee, Oyster White – Arte
Green House veggfóðurslínan frá Moooi er sláandi falleg í sínum hljóðláta og fágaða glæsileika. Andrúmsloftið minnir á sólstofur frá Viktoríutímanum. Saman skapa mynstrin undursamlegan heim þar sem þrívíddarhönnunin býr til áþreifanlega upplifun. Línan er unnin úr hágæðaefnum, með áferð viðarspóns, silki, jacquard og bouclé vefnaðar.
Techno Bee er veggfóður með skýjuðu bylgjumynstri (e. moiré) sem skapast af mjúkum grisjutextíl sem teygður er yfir mynstrað yfirborð. Þannig sést litur undirlagsins í gegnum grisjulagið.
Techno Bee veggfóðrið er með baki úr blöndu af pappír og gervitrefjum (non-woven). Það þenst ekki út í límingu og er auðvelt að ná af veggnum seinna meir. Athugið að mælt er með að setja límið á vegginn. Blautt/rakt lím má strjúka létt af framhliðinni með svampi við upphengingu. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið. Einnig má benda á myndbönd á heimasíðunni.
19.350 kr. lengdarmetraverð
Í boði sem biðpöntun