fbpx

Iki Ecru - Arte

40.810 kr. lengdarmetraverð

Iki Ecru – Arte

Kanso veggfóðurslínan er innblásin af japönsku hugmyndafræðinni um naumhyggju og einfaldleika í innanhússhönnun. Línan felur sér kjarna hönnunar sem sameinar glæsileg og að því er virðist einföld geómetrísk mynstur. Bólstruð áferð bætir áþreifanlegri þrívídd í rýmið á meðan mjúk flauelsefnin gefa því hlýju og notalegt yfirbragð. Útkoman er hönnun sem geislar af lúxus, án óhófs, þar sem öll mynstur og litir eru vandlega hönnuð með því markmiði að bjóða upp á tímalausan glæsileika.

„Iki“ er japanskt hugtak sem erfitt er að þýða með einu orði, en það felur í sér fágun, glæsileika, einfaldleika og djúpa virðingu fyrir fegurðinni í hversdagslegum hlutum. „Iki“ er áþreifanlegt í þessari hönnun, með sínum skálínum sem skapa fagurlega uppstækkað síldarbeinamynstur. Fjarlægðin milli þessara lína er ójöfn á svipmikinn hátt, sem gefur veggnum fjörugt og kraftmikið yfirbragð. Framstæð áferðin býr til þrívíddaráhrif á meðan efsta lagið í mjúku flaueli bætir lúxusblæ við hönnunina – sem gerir það nánast ómögulegt að láta það vera að snerta flötinn.

Iki veggfóðrið er þykkur textíll með hljóðdempandi og blettafráhindrandi eiginleikum. Bakið úr blöndu af pappír og gervitrefjum (non-woven) sem þenst ekki út í límingu og er auðvelt að ná veggfóðrinu af veggnum seinna meir. Athugið að mælt er með að setja límið á vegginn. Blautt/rakt lím má strjúka létt af framhliðinni með svampi við upphengingu. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið. Einnig má benda á myndbönd á heimasíðunni.

Leiðbeiningar fyrir veggfóður með non-woven bakhlið

Myndband fyrir textílveggfóður í þrívídd á non-woven bakhlið

40.810 kr. lengdarmetraverð

Í boði sem biðpöntun

Rúllubreidd: 120 cm
Áætla fjölda lengdarmetra
m
m
cm
cm
Niðurstöður

Endilega stimplið tölur í reiknivélina 2.1 sem verða 3 rúllur
Heildarverð:

SÉRPÖNTUN - EKKI SKILAVARA: Reiknivélin metur u.þ.b. það magn af veggfóðri sem þú þarfnast miðað við þínar mælingar. Sérefni taka ekki ábyrgð á ofáætlun eða skorti á veggfóðursmagni á grundvelli þessara útreikninga þar sem of margir þættir geta spilað inn í efnisþörf. Þar má nefna ónákvæmar mælingar, dyr, glugga, mynsturgerð, mistök í uppsetningu og fleira. Ef flókið er að finna út magn mælum við með að ráðfæra sig við fagmann áður en pantað er.

Tengdar vörur

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping