 
						Franges Cobalt - Arte
Franges Cobalt – Arte
Tíska og innanhússhönnun hafa alltaf haft mikil innbyrðis áhrif hvort á annað. Le Couturier veggfóðurslínan leitar eftir innblæstri í heim hátískufatnaðar – heim sem leggur áherslu á handverk þar sem hver flík ber vott um yfirburða listfengi og vandaða útfærslu. Sú nálgun er sameinuð í hágæða textílefnum í hátískuveggfóðri Le Couturier línunnar.
Franges er spennandi hönnun með duttlungafullu sikksakkmynstri sem ofið er inn í efnið. Lausir þræðir mynda fínlegt kögur sem gefur veggnum tilkomumikinn íburð.
Franges veggfóðrið er ofinn textíll með baki úr blöndu af pappír og gervitrefjum (non-woven) sem þenst ekki út í límingu og er auðvelt að ná því af veggnum seinna meir. Athugið að mælt er með að setja límið á vegginn. Blautt/rakt lím má þrýsta á eða strjúka létt af framhliðinni með rökum svampi strax í upphengingu. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið. Einnig má benda á myndbönd á heimasíðunni.
38.146 kr. lengdarmetraverð
Í boði sem biðpöntun

 
					 
							 
					 
						





























 
															 
															 
															 
															 
															 
															 
															 
															 Stig Lindberg Herbarium - Boråstapeter
Stig Lindberg Herbarium - Boråstapeter								 Koumbala Dark Natural - Arte
Koumbala Dark Natural - Arte								 Solliden, Midnight Blue - Sandberg
Solliden, Midnight Blue - Sandberg								 Magnolia Garden - Boråstapeter
Magnolia Garden - Boråstapeter								 Prisma - Boråstapeter
Prisma - Boråstapeter								 Shades Chalk - Boråstapeter
Shades Chalk - Boråstapeter								 Animal World, Mint - Rebel Walls
Animal World, Mint - Rebel Walls