
Farini Ochre - Arte
Farini Ochre – Arte
Melaky veggklæðningarnar byggja á fjölbreyttri náttúru Melaky, héraðs á eynni Madagaskar með sínum þurru sléttum, graslendi og þéttum fenjavið. Mórberjatréð og raffíapálminn vaxa þar víða og skapa innblástur fyrir þessa hönnunarlínu. Hún byggir á handverksaðferðum þar sem unnið er með börk mórberjatrésins og trefjar raffíapálmans. Áferð og hlýir, náttúrulegir litir sameinast í fallega lífrænt yfirbragð sem skapar tilfinningu fyrir einfaldleika og dýpt. Algerlega tímalaus hönnunarlína.
Trefjar raffíapálmans eru oft notaðar í innanhússhönnun því þær hafa svo náttúrulegt aðdráttarafl. Í Farini veggklæðningunni er raffían nýtt á nýstárlegan hátt; þegar trefjarnar hafa verið ofnar í breiðar lengjur eru þær skornar í ræmur. Þær eru síðan festar lóðrétt hver við aðra og látnar skarast til að skapa kröftugt línumynstur með mikilli dýpt. Nafnið Farini vísar til Raphia farinifera sem er pálmatré í hitabeltislöndum Afríku.
Farini er unnið úr náttúrulegum, handofnum raffíatrefjum. Takið eftir að lítilsháttar litamismunur og óregluleg áferð eru náttúrlegum efnum og handunninni vöru eðlislæg. Slíkt eykur á fegurð þeirra. Farini með baki úr blöndu af pappír og gervitrefjum (non-woven) sem þenst ekki út í límingu og er auðvelt að ná af veggnum seinna meir. Athugið að mælt er með að gera bakið rakt með vatni áður en veggfóðrið er fer upp en límið er sett á vegginn. Blautt/rakt lím má strjúka létt af framhliðinni með rökum svampi. Leggja má veggfóðrið bæði lárétt og lóðrétt. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið – sem eindregið er mælt með. Einnig má benda á myndbönd á heimasíðunni.
28.830 kr. lengdarmetraverð
Í boði sem biðpöntun