Dioré Grass - Arte
Dioré Grass – Arte
Dioré er dásamlegt veggfóður sem er prentað á þéttofinn textíl. Dioré er nútímaleg, abstrakt túlkun á klassískum veggteppum. Þökk sé háum gæðum textílsins og litablæbrigðum í hönnuninni að varla er hægt að greina þetta veggfóður frá handgerðum teppum. Hönnunin dregur nafn sitt af hinum friðlýsta skógi Forêt de Dioré á eynni Réunion, franskri nýlendu austan við Madagascar.
Dioré veggfóðrið er með baki úr blöndu af pappír og gervitrefjum (non-woven) sem þenst ekki út í límingu og er auðvelt að ná því af veggnum seinna meir. Athugið að mælt er með að setja límið á vegginn. Blautt/rakt lím má strjúka létt af framhliðinni með svampi við upphengingu. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið. Þetta veggfóður er selt í lengdarmetrum, ekki stöðluðum rúllum.
31.940 kr. lengdarmetraverð
Í boði sem biðpöntun































Flower Parade - Rebel Walls
Pride Palms, Emerald - Rebel Walls
Lin Nautique - Arte
Mischievous Tigers, Moonlight - Rebel Walls
Gocken Jobs Ros och Lilja - Boråstapeter
Agnes Meadow - Boråstapeter