Umhverfisvottaðar vörur

8. september, 2017

Málningar- og efnafyrirtækið AkzoNobel með vörumerkin Nordsjö, Sikkens og International innanborðs – framleiðendur húsa- og skipamálningarinnar okkar – var í gær valið í efsta sæti sjálfbærnivísitölu Dow Jones (DJSI), sem er fremsti mælikvarði í heimi fyrir sjálfbærni fyrirtækja. Fimm sinnum á síðustu sex árum hefur AkzoNobel landað efsta sætinu af lista 350 fyrirtækja í efnaiðnaðinum sem þykja skara framúr í umhverfis-, félags- og efnahagsmálum. Við erum mjög hreykin af þessum árangri og vinnum stöðugt með Nordsjö og fleiri framleiðendum að því að bæta vistsporið okkar, jörðinni okkar og framtíðarkynslóðum til góða. Sjá AkzoNobel Reclaims Top Ranking Dow Jones Sustainability Index 

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir Nordsjö vörur í SérEfni sem hafa viðurkenndar alþjóðlegar umhverfisvottanir og standast því ströngustu kröfur um vistvæna málningu.

Svanurinn

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Markmiðið með svansvottun er að stuðla að því að dregið sé úr þeim heildaráhrifum sem maðurinn hefur á umhverfi sitt. Þannig er hver vörutegund metin út frá öllum „líftíma“ sínum. Strangar kröfur tryggja að svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna. Umhverfisstofnun hefur umsjón með Svaninum á Íslandi.

Evrópublómið

Evrópublómið er opinbert umhverfismerki Evrópusambandsins. Markmið Blómsins er aðevropublomid kynna vörur með sem minnstum umhverfisáhrifum. Til þess að uppfylla kröfur Blómsins eru áhrif vörunnar metin, til að mynda orkunotkun við framleiðslu, umhverfisálag við notkun, íblöndun kemískra efna og meðhöndlun úrgangs. Strangar reglur gilda um lífræn leysiefni, þungmálma og eiturefni. Umhverfisstofnun hefur umsjón með Blóminu á Íslandi.

Blái fuglinn Astma-och-Allergi-förbundet

Blái fuglinn er merki Sænsku astma- og ofnæmissamtakanna. Vara sem samtökin mæla með hefur verið metin laus við ofnæmisvalda, ilmefni og ertandi efni að því marki að engin læknisfræðileg tilvik hafa fundist sem tengjast innihaldsefnum vörunnar.

FSC og sjálfbærni skóga FSC

FSC-táknið vottar um samstarf við FSC (Forest Stewardship Council) um stjórnun skóga með sjálfbærum hætti. Í FSC merktri skógrækt eru ekki felld fleiri tré en skógurinn nær að endurnýja. Jafnframt tryggir FSC vottun að dýra- og plöntulíf  er verndað og starfsmenn skógræktarinnar fái nauðsynlegan öryggisútbúnað og sæmileg laun. FSC merkið var stofnað fyrir tilstilli alþjóðlegs samstarfs á milli umhverfissamtaka, mannréttindasamtaka, skógræktar og timburiðnaðar. Tilgangur merkisins er að fá framleiðendur til að taka meiri ábyrgð á umhverfislegum-, félagslegum- og hagrænum þáttum í skógrækt.

  • Öll viðarvarnarefni frá Nordsjö eru FSC vottuð.