fbpx

Umhverfisvottaðar vörur

Sérefni hefur um árabil haft umhverfissjónarmið að leiðarljósi við val á vörum, í innflutningi og sölu á málningu. Stór hluti þeirrar stefnu markast af samstarfi við aðalbirgjann okkar; málningar- og efnafyrirtækið AkzoNobel með vörumerkin Nordsjö, Sikkens og International. AkzoNobel er einn allra stærsti málningarframleiðandi í heimi, með starfsemi í öllum heimsálfum. AkzoNobel hefur skarað fram úr í umhverfis-, félags- og efnahagsmálum í sínum geira og iðulega verið valið í efsta sæti í sjálfbærnivísitölu hjá þeim óháðu rannsóknaraðilum í umhverfismálum sem fremstir standa í mælingum á sjálfbærni fyrirtækja í heiminum. Þar má nefna Susainalytics, MSCI, FTSE4Good, Ecovadis, Moody‘s, ESG Solutions og Terra Carta Seal. Markmið AkzoNobel í umhverfismálum í dag er að árið 2030 verði kolefnissporið farið niður um helming og árið 2050 verði kolefnishlutleysi náð. Markmiðin snúa að umhverfisvænni efnum, minni vatns- og orkunotkun, lágmarksúrgangi og endurnýtingu.

Nýlega voru Sérefni eitt af fyrstu fyrirtækjunum til að taka þátt í verkefninu Vistbókin vistbok.is sem er fyrsti íslenski gagnabankinn fyrir umhverfisvænar byggingarvörur. Með þátttökunni og skráningu á umhverfisvottuðum vörum úr okkar vöruúrvali stuðlum við að lægra kolefnisspori í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð hérlendis.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir Nordsjö og Sikkens málningu í Sérefnum sem hafa viðurkenndar alþjóðlegar umhverfisvottanir og standast því ströngustu kröfur um vistvæna málningu.

Evrópublómið

Evrópublómið er opinbert umhverfismerki Evrópusambandsins. Markmið Blómsins er að kynna vörur með sem minnstum umhverfisáhrifum. Til þess að uppfylla kröfur Blómsins eru áhrif vörunnar metin, til að mynda orkunotkun við framleiðslu, umhverfisálag við notkun, íblöndun kemískra efna og meðhöndlun úrgangs. Strangar reglur gilda um lífræn leysiefni, þungmálma og eiturefni. Umhverfisstofnun hefur umsjón með Blóminu á Íslandi.

Environmental Product Declaration

Environmental Product Declaration, eða umhverfisvöruyfirlýsing, eins og hún er kölluð, er skráning sem byggir á umhverfiseiginleikum vöru og er þróuð í samræmi við evrópska og alþjóðlega staðla.

Sjálfbær framleiðsla og framboð á sjálfbærum vörum er aðaláhersla hjá AkzoNobel.  Að hafa umhverfisskráningu á vörum þýðir að sýnt er á gegnsæjan hátt hvaða áhrif varan hefur á umhverfið á líftíma sínum. 

Svalan

Svalan er merki Norrænu astma- og ofnæmissamtakanna. Vara sem samtökin mæla með hefur verið metin laus við ofnæmisvalda, ilmefni og ertandi efni að því marki að engin læknisfræðileg tilvik hafa fundist sem tengjast innihaldsefnum vörunnar.

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping