Hálfþekjandi viðarvörn
Sjálfhreinsandi tækni – náttúran þvær húsið fyrir þig
ONE Transparent byggir að hluta til á sömu tækni og ONE þekjandi málningin, með bindiefnum sem gera flötinn harðari (samt með góðri teygju) og jafnari og hrindir því betur frá sér óhreinindum. Regnið hjálpar til við að halda fletinum hreinum en við mælum með viðhaldsþvotti annað slagið þar sem regnið nær ekki til. Sjálfhreinsandi eiginleikar eru afar mikilvægir því ef óhreinindin festast síður í klæðingu ná þörungar og sveppagróður ekki fótfestu því þeir lifa á skítnum. Málningin endist mun lengur hrein og heldur lit sínum betur.
Innbyggð UV-sólarvörn
ONE Transparent er hálfmött, áferðarfalleg viðarvörn sem dregur fram víurnar í viðnum. Einn af meginkostunum er sérstök innbyggð vörn gegn UV-geislum sem kemur í veg fyrir niðurbrot og gráma í viðnum. Vatnið loðir ekki við flötinn og því springur viðurinn miklu síður.
One Transparent er alkýðstyrkt akrýlefni sem er bæði lyktarlítið og þornar hratt. Við bestu aðstæður er flöturinn rykþurr eftir tvo tíma og má mála aftur eftir sex tíma. ONE Transparent kemur í glærum stofni (BC) sem hægt er að lita bæði ljósan og dökkan. Sé ONE Transparent borið á í tveimur umferðum ofan á grunninn Tinova Wood Base Oil heldur ONE Transparent jöfnum lit og gljáa í allt að átta ár.