Ekki bíða eftir góðviðri til að þrífa pallinn

Sérefni býður upp á öflugan pallahreinsi, Tinova Wood Cleaner frá Nordsjö, sem tekur allar gamlar olíuleifar, óhreinindi og gráma þannig að hægt er að gera ljótan pall sem nýjan með því að ná viðnum algjörlega til baka. Þetta er aðgerð sem krefst þess að viðurinn sé vel bleyttur með vatni áður en efnið er borið á og það látið liggja á í 10-20 mínútur. Síðan er efnið þvegið af, jafnvel með vægum háþrýstiþvotti (t.d. hobbýdælu). „Þetta er verkefni sem fólk á að vera í á kvöldin eða þegar pallurinn er blautur. Ekki nota góðvirðisdagana í þetta, verið búin að því þegar góða veðrið kemur“, segir Ómar Gunnarsson, efnaverkfræðingur í Sérefnum, en verslunin er með einkaumboð fyrir skandinavíska málningarvöruframleiðandann Nordsjö og hollenska framleiðandann Sikkens. „Landinn hefur tilhneigingu til að vilja bara nota góðviðrisdagana til að vinna í garðinum eða dytta að öðru utanhúss. Pallurinn þarf sinn tíma til að þorna og yfirleitt er ekki úr mörgum góðum dögum í röð að spila. Því segi ég: Notið skítviðrið til að þrífa pallinn en góðviðrið til að láta hann þorna og síðan bera á.“
.
Auk hefðbundinnar pallaolíu bjóða Sérefni upp á Nordsjö og Sikkens viðarolíu fyrir harðviðarpalla og skjólveggi – og í raun viðarvörn fyrir allar viðartegundir.
.

Nordsjö pallaolía hefur meira þurrefnainnihald – því þekur hún betur og endist lengur

„Það sem helst einkennir Nordsjö-vörurnar er hvað þær eru efnisríkar. Pallaolían hefur allt að 45% þurrefnainnihald. Leið sumra framleiðenda til að bjóða ódýra pallaolíu er að hafa minna bindiefni í henni. Á markaðnum eru pallaolíur sem innihalda um eða jafnvel undir 20% af olíu og um eða yfir 80% af terpentínu, sem bara gufar upp! Það gefur auga leið að þegar um helmingi meira er af föstu efni í olíunni þá hlýtur hún að vera áhrifaríkari – það er helmingi meira kjöt á beinunum. Hún nýtist betur og endist lengur. Nordsjö pallaolían virkar afar vel og skilur eftir sig langvarandi vörn á viðnum,“ segir Ómar og bætir við að þrátt fyrir þennan mun í þurrefnainnihaldi sé olían frá Nordsjö fyllilega samkeppnishæf í verði: „Það er einmitt áhugavert að reikna verðið út frá þurrefnainnihaldinu en ef það er gert yrði þetta langódýrasta pallaolían á markaðnum.“
.

Stöðug vöruþróun á viðarvörn – eins og á símunum

Ómar bendir á að stöðugar framfarir og vöruþróun eigi sér stað hjá Nordsjö og Sikkens: „Sem dæmi þá eru þeir með heilt rannsóknarteymi sem samanstendur af mörgum efnaverkfræðingum og þeir sjá einungis um vöruþróun í viðarvörn. Síðan er viðlíka teymi sem sér einungis um innimálningu og enn annað um útimálningu.“ Ómar segir að fólk geri sér ekki grein fyrir því að vöruþróun í viðarvörn og málningarefnum er stöðug: „Fólk vill ekki eiga farsíma eins og notaðir voru fyrir aldamótin og því skyldi maður þá nota viðarvörn frá þeim tíma? Þetta er alveg sambærilegt enda hafa framfarirnar orðið miklar.“
.
Annað afsprengi vöruþróunar hjá Nordsjö er akrýlbundin þekjandi viðarvörn sem þróuð er með nanó-tækni. Um er að ræða háþróaða efnifræðilega tækni sem snýst um endurröðun efna á svokallaðan nanó-skala. Við þetta ferli virkjast sjálfhreinsandi eiginleikar efnanna og viðloðun og ending verður allt önnur. Þekjandi viðarvörnin í þessum flokki heitir ONE Super Tech, hálfþekjandi vörnin ONE Transparent og gluggaefnið ONE Door & Window. Öll hafa þessi efni margfalda endingu á við hefðbundin viðarvarnarefni og henta einkar vel við óblíð og óstöðug veðurskilyrði eins og hér á landi.
.
Hið góðkunna Nordsjö vörumerki hefur verið hér á markaði í rúm 50 ár en Sérefni er eina verslunin á Íslandi sem selur Nordsjö málningu í dag. Fyrir nokkrum árum bættist Sikkens húsamálning í hópinn hjá Sérefnum. Sikkens og Nordsjö eru dótturfyrirtæki eins allra stærsta málningarframleiðanda heims, AkzoNobel.
*Textinn byggir á grein sem birtist á pressan.is í fyrrasumar.
About the author