fbpx

Að mála steinsteypu

Að mála steinsteypu utanhúss

með síloxan eða akrýlmálningu

 

Val á efnum

Góður valkostur við málun á steinsteypu utanhúss er síloxanmálning (Murtex Siloxane). Slík málning býr yfir öndunar­eiginleikum sem dregur úr niðurbroti steypunnar. Jafnframt ráðleggja framleiðendur einangr­unarklæðninga eindregið að síloxan sé notað til að koma í veg fyrir rakavandamál sem margir glíma við á Íslandi þegar hús eru einangruð utan frá.

Ef notuð er hefðbundin akrýlmálning þá mælum við með Murtex Acrylic, einmitt vegna mikilvægra öndunareiginleika sem eru meiri en almennt gerist í útimálningu. Murtex Acrylic er einnig mygluvarin, hreinsar sig vel og dregur úr útfellingum í steinsteypu, sem er hvimleitt vandamál sem birtist sérstaklega í dökkum litum.


Aðferð

Nýmálun

  1. Steinsteypa þarf að vera a.m.k. 30 daga gömul, þurr og laus við sements­húð, ryk, fitu, myglu og önnur óhreinindi. Sementshúð skal fjarlægja með steinslípun eða háþrýstiþvotti. Látið þorna í nokkra daga eftir þvott.
  2. Ráðlegt er að bera Murtex Waterproof vatnsvörn á alla ómálaða fleti, og þá sérstaklega á áveðurshliðar og lárétta fleti. Sílanið dregur úr hárpípusogi vatns í steypu og lengir líftíma málningar til muna.
  3. Grunnið með Alpha Aquafix Opaque (hvítur grunnur) þynntum um 10-15% af vatni eða með Professional Microdispers (glær). Á mjög gljúpa og duftsmitandi fleti skal nota Professional Microdispers grunninn.
  4. Vatnsbretti og lítið hallandi fleti skal mála 3 umferðir með ONE Super Tech. Málið aðeins út á lóðréttan flöt til að mynda „hatt“ sem varnar því að vatn skríði undir málningarfilmuna.
  5. Málið loks 2 umferðir með síloxanmálningunni Murtex Siloxane eða akrýlmálningunni Murtex Acrylic.

Endurmálun

  1. Tryggið að flöturinn sé þurr og laus við ryk, fitu, myglu og önnur óhreinindi. Háþrýstiþvoið og fjarlægið umferðarsót með Målartvätt. Fjarlægið lausa málningu með háþrýstiþvotti.
  2. Gerið við sprungur og skemmdir í steinsteypu með Husrep eða sambæri-legum sements- og trefjafylltum viðgerðarefnum.
  3. Grunnið viðgerð, netsprungur og beran stein með Mur-Silan og síðan með Alpha Aquafix Opaque (hvítur grunnur).
  4. Málið 2-3 umferðir á vatnsbretti og lítið hallandi fleti með ONE Super Tech, sbr. nýmálun að ofan.
  5. Málið loks 2 umferðir með síloxanmálningunni Murtex Siloxane eða akrýlmálningunni Murtex Acrylic.
  6. Þar sem þörf er á Alphacoat (kvartsfylltum og teygjanlegum fylligrunni) til að jafna áferð og ásýnd viðgerða skal einungis nota Murtex Acrylic sem yfirefni. Alphacoat hentar ekki með síloxan málningu.

*Nákvæmari upplýsingar um efnin má finna í tækniblöðum.

 

Heilsufars- og umhverfismál

Ekki láta málningar­dósina standa opna meðan á verki stendur. Þrífið verkfæri strax eftir notkun. Athugið að kviknað getur í olíublautum tuskum og tvisti af sjálfu sér og verður að bleyta þær með vatni áður en þeim er hent á öruggan stað. Hellið ekki málningar- og hreinsiefnaleifum í niðurföll. Skilið efnaleifum og tómum umbúðum til endurvinnslustöðva.

Tæknilegar upplýsingar

Yfirmálun:

     Murtex Waterproof 16 klst

     Alpha Aquafix Opaque 6 klst

     Professional Microdispers 3-4 klst

     Murtex Siloxane 8-12 klst

     Murtex Acrylic 12 klst

Þynning: Vatn

Verkfæri: Penslar, rúllur. Notið ekki sömu verkfæri í Mur-Silan og í málninguna

Þekja:

     Murtex Waterproof 2-4 m2/l

     Alpha Aquafix Opaque 4-8 m2/l

     Professional Microdispers 8-10 m2/l

     Alphacoat 4-5 m2/l

     Murtex Siloxane 7-9 m2/l

     Murtex Acrylic 9 m2/l

Hreinsun: Vatn

Fleiri blogg

Nýmálað á Nönnustíg

Húsið við Nönnustíg á stutt í áttræðisafmælið. Þrátt fyrir það er húsið einstaklega glæsilegt eftir viðgerðir og málun í sumar.

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping