Hvítur bindigrunnur

Alpha Aquafix Opaque

Alpha Aquafix Opaque er vatnsþynnanlegur, hvítur akrýlbindigrunnur, ætlaður til notkunar utanhúss á steinsteypu, múrklæðningar, múrstein o.fl. Alpha Aquafix Opaque bindur sig vel við gleypið undirlag og eykur viðloðun fyrir málningu. Grunnurinn þekur vel, sápast ekki og hleypir raka í gegnum sig. Hægt er að mála yfir Alpha Aquafix Opaque með hefðbundinni akrýlmálningu og steinsílanmálningu.

Tækniblað - tákn