fbpx

Að hreinsa harðvið

Að hreinsa harðvið 

Aðferð – hreinsun

Athugið að áður en harðviður er olíuborinn skal nota sömu hreinsiaðferð hvort sem viðurinn er nýr og ómeðhöndlaður (sérstaklega tannín- og olíuríkur viður) eða grámaður viður með gamalli olíu. Ef lakkfilma er á viðnum og grámi undir henni getur þurft slípun eða málningaruppleysi fyrst til að fjarlægja lakkfilmuna. Hreinsiefnin sem nefnd eru hér fyrir neðan leysa ekki upp málningu.

  1. Bleytið flötinn vel með vatni, berið Tinova Wood Cleaner pallahreinsinn á viðinn með pensli, kústi eða rúllu. Notið hanska. Látið hreinsinn liggja á viðnum í 15-30 mínútur. Forðist að láta flötinn þorna á meðan því virknin í efninu hættir ef flöturinn þornar.
  2. Beitið léttum háþrýstiþvotti eða skrúbbið flötinn vandlega með kústi, 2-3 metra í einu. Skolið flötinn vel með vatni uns allt hreinsiefnið hefur verið fjarlægt. Ef óhreinindin hafa ekki horfið að fullu má endurtaka þvottinn. Við þessa hreinsun dökknar viðurinn mikið.
  3. Til að ná fram upprunalegum lit á harðviðinn skal bera Xyladecor harðviðarhreinsinn þykkt á rakan viðinn strax eftir hreinsun með Tinova Wood Cleaner. Látið efnið liggja á fletinum þar til hann hættir að lýsast eða í um 20 mínútur.
  4. Hreinsið flötinn vandlega með vatni og hörðum svampi eða stífum kústi til að ná litnum á viðnum sem jöfnustum. Hægt er að nota léttan háþrýstiþvott, en með varúð, svo viðurinn strikist síður eða ýfist upp.
  5. Slípið yfir yfirborðið með sandpappír nr. 80-100. Gott er að nota þar til gerð slípibretti á skafti.

Látið yfirborðið þorna vel í að minnsta kosti 3-5 daga eftir aðstæðum áður en olían er borin á.

*Fylgið verklýsingunni „Að bera olíu á harðvið“ að lokinni hreinsun

 

Heilsufars- og umhverfismál

Ekki láta málningar­dósina standa opna meðan á verki stendur. Þrífið verkfæri strax eftir notkun. Athugið að kviknað getur í olíublautum tuskum og tvisti af sjálfu sér og verður að bleyta þær með vatni áður en þeim er hent á öruggan stað. Hellið ekki málningar- og hreinsiefnaleifum í niðurföll. Skilið efnaleifum og tómum umbúðum til endurvinnslustöðva.

Tæknilegar upplýsingar

PALLAHREINSIR: Nordsjö Tinova Wood Cleaner

Tegund: Alkalískur viðarhreinsir

Þynning: Notið helst óþynnt

Verkfæri: Penslar, kústar, rúllur

Efnisnotkun: Um 5-6 m2/l; efnismagn fer eftir vinnsluaðferð, tegund og ástandi viðarins

Athugið: Tinova Wood Cleaner ætir gler, ál og fleti sem eru viðkvæmir fyrir alkalí

 

HARÐVIÐARHREINSIR: Xyladecor Ontgrijzer

Tegund: Súrt hreinsihlaup

Þynning: Notið óþynnt

Verkfæri: Penslar, rúllur, kústur, stífur

svampur. Hreinsið verkfæri með vatni strax að lokinni notkun

Efnisnotkun: Allt að 8 m2/l; efnismagn fer eftir vinnsluaðferð, tegund og ástandi viðarins

Fleiri blogg

Nýmálað á Nönnustíg

Húsið við Nönnustíg á stutt í áttræðisafmælið. Þrátt fyrir það er húsið einstaklega glæsilegt eftir viðgerðir og málun í sumar.

Shopping cart

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping