Að hreinsa harðvið
Aðferð
Við almennt viðhald fyrir palla og skjólveggi í góðu ástandi og þar sem olíufilman er í lagi nægir að þvo fleti með alhliða hreinsiefninu Universal Målartvätt (þynntu 1:20 með vatni) áður en olíuborið er. Ef smávegis grámi er kominn í viðinn nægir að nota harðviðarhreinsinn Xyladecor. Þegar verulega er farið að sjá á viðnum þarf að fjarlægja grámann með Nordsjö pallahreinsi og síðan harðviðarhreinsinn Xyladecor. Takið eftir að viðurinn dökknar mikið við notkun á pallahreinsinum en náttúrulegi liturinn næst tilbaka með harðviðar-hreinsinum. Ef lakk- eða málningarfilma er á viðnum getur þurft slípun eða málningaruppleysinn Asur fyrst til að fjarlægja lakk-/málningarfilmuna.
Hreinsiefnin sem nefnd eru hér fyrir neðan leysa ekki upp málningu. Hér er vinnuferlið þegar bæði hreinsiefnin eru notuð:
- Bleytið flötinn vel með vatni, berið Tinova Wood Cleaner pallahreinsinn á viðinn með pensli, kústi eða rúllu. Notið hanska og hlífðargleraugu. Látið hreinsinn liggja á viðnum í 15-30 mínútur. Skrúbbið efninu vandlega inn í flötinn, 2-3 metra í einu. Forðist að láta hann þorna á meðan því virknin í efninu stöðvast ef flöturinn þornar.
- Beitið léttum háþrýstiþvotti uns allt hreinsiefnið hefur verið fjarlægt. Smúlið með varúð svo viðurinn strikist síður. Ef óhreinindin hafa ekki horfið að fullu má endurtaka þvottinn.
- Berið síðan Xyladecor harðviðarhreinsinn þykkt á rakan viðinn strax í kjölfarið. Látið Xyladecor liggja á fletinum og skrúbbið yfir þar til hann hættir að lýsast, eða í um 20 mínútur. Þannig verður viðarliturinn sem jafnastur.
- Beitið léttum háþrýstiþvotti uns allt hreinsiefnið hefur verið fjarlægt. Smúlið með varúð svo viðurinn strikist síður.
- Slípið yfir yfirborðið með sandpappír nr. 80-100. Gott er að nota þar til gerð slípibretti á skafti.
Látið flötinn þorna vel í um 3-5 daga eftir aðstæðum áður en olían er borin á.
Fylgið verklýsingunni „Að bera olíu á harðvið“ að lokinni hreinsun. Nákvæmari upplýsingar um efnin má finna í tækniblöðum.
Heilsufars- og umhverfismál
Ekki láta málningardósina standa opna meðan á verki stendur. Þrífið verkfæri strax eftir notkun. Athugið að kviknað getur í olíublautum tuskum og tvisti af sjálfu sér og verður að bleyta þær með vatni áður en þeim er hent á öruggan stað. Hellið ekki málningar- og hreinsiefnaleifum í niðurföll. Skilið efnaleifum og tómum umbúðum til endurvinnslustöðva.

Tæknilegar upplýsingar
PALLAHREINSIR: Nordsjö Tinova Wood Cleaner
Tegund: Alkalískur viðarhreinsir
Þynning: Notið helst óþynnt
Verkfæri: Penslar, kústar, rúllur
Efnisnotkun: Um 4-6 m2/l; efnismagn fer eftir aðferð, tegund og ástandi viðarins
Athugið: Tinova Wood Cleaner ætir gler, ál og fleti sem eru viðkvæmir fyrir alkalí
HARÐVIÐARHREINSIR: Xyladecor Ontgrijzer
Tegund: Súrt hreinsihlaup (e. oxalic acid)
Þynning: Notið óþynnt
Verkfæri: Penslar, rúllur, kústur, stífur
svampur. Hreinsið verkfæri með vatni strax að lokinni notkun
Efnisnotkun: Allt að 8 m2/l; efnismagn fer eftir vinnsluaðferð, tegund og ástandi viðarins
Fer eftir aðferð, tegund og ástandi viðarins