Guðrún Lára veggfóðrar

Við fengum að fylgjast með Guðrúnu Láru @gudrunlara veggfóðra svefnherbergið um daginn. Hún valdi veggfóður frá Midbec, yndislegt blómamynstur hannað af Hanna Wendelbo. Guðrún Lára býr í 112 ára gömlu timburhúsi þar sem ekkert er hornrétt eins og gengur í svo gömlum húsum. Það er alls ekkert erfitt að veggfóðra svona yfirleitt en það gerist þó varla snúnara en hér.

Hvað þarf til að koma veggfóðri fallega upp? Veggfóðurlím, hallamál, skurðarstiku, plastspaða eða bursta (ef undirlagið er gróft), svamp og dúkahníf.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir og myndbönd með skýringum sem Guðrún Lára var svo liðleg að taka fyrir okkur í verkferlinu. Allt auðvitað unnið af hennar alkunnu smekkvísi og vandvirkni.

Fleiri blogg

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping