Sérefni eru í hópi Framúrskarandi fyrirtækja 2016 að mati Creditinfo
Árlega gerir Creditinfo fjárhagslegt styrk- og stöðugleikamat á fyrirtækjum landsins og birtir í kjölfarið lista yfir þau fyrirtæki sem uppfylla öll skilyrði. Þau fyrirtæki sem standast kröfurnar teljast framúrskarandi að mati Creditinfo. Ábyrgur og stöðugur rekstur og fjárhagslegur styrkur skipta fyrirtæki, viðskiptavini þeirra, atvinnulíf og samfélagið í heild miklu máli. Sérefni eru því mjög stolt af árangri fyrirtækisins og þeirri viðurkenningu að teljast framúrskarandi fyrirtæki. Þessi árangur næst með frábæru starfsfólki og traustu og árangursríku samstarfi við okkar góðu viðskiptavini. Við viljum nota tækifærið og þakka viðskiptavinum fyrirtækisins á Íslandi og erlendis það traust sem fyrirtækinu hefur verið sýnt sem og starfsmönnum fyrir dugnað og eljusemi. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs.
Tæplega 2% af öllum íslenskum fyrirtækjum
Greining Creditinfo leiðir í ljós að 682 fyrirtæki eða um 1,9% af skráðum fyrirtækjum á Íslandi standast kröfur sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2016. SérEfni hefur staðist styrkleikamat Creditinfo og er í þessum eftirsóknarverða hópi. Fyrirtækin eiga það sammerkt að sýna stöðugleika í rekstri og eru líkleg til að efla hag hluthafa og fjárfesta. Sérstakir samstarfsaðilar Creditinfo vegna Framúrskarandi fyrirtækja eru Samtök Atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Félag kvenna í atvinnulífinu og Viðskiptaráð Íslands.
Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi?
- Í lánshæfisflokki 1-3
- Rekstrarhagnaður (EBITA) jákvæður þrjú ár í röð
- Ársniðurstaða jákvæð þrjú ár í röð
- Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð
- Eignir hafa numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð
- Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
- Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
- Ársreikningi skilað fyrir 1. september 2016
Hér má sjá lista allra fyrirtækja sem uppfylltu kröfur til að komast í flokk framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi.