Það er sniðug og falleg lausn að mála húsgögn í sama lit og vegginn aftan við. Augað fær meiri yfirsýn sem gefur þá tilfinningu að rýmið sé stærra en það er. En ekki má gleyma að það þarf ólíka málningu á hillur en á veggina þó um sama lit sé að ræða.

Eins og sérsmíðað

BLOGGARINN Emily Slotte skrifar að til að hilluskápur líti út fyrir að vera sérsmíðaður fyrir rýmið sé ódýrast að mála hann í sama lit og vegginn. Emily keypti þrjár Billy-bókahillur, mjórri gerðina. Hún skrúfaði allar hillur fastar í skápinn og festi hann svo kirfilega á vegginn, því hillan er í barnaherbergi. Síðan spartlaði hún vandlega í hillugötin (í tveimur umferðum) þar til flöturinn var orðinn sléttur. Hún pússaði svo spartlið niður, mattaði alla hilluna með fínum sandpappír og þurrkaði slípirykið af með rakri tusku. Liturinn sem Emily notaði er GLOWING PARIS frá Nordsjö, bæði á vegg og hillu. Lakkið á hillu er Ambiance Superfinish 5%. Tvær umferðir dugðu á hillusamstæðuna. Tata, tilbúið!

Copyright mynd © @emsloo Lestu meira á blogginu hennar

Hlýlegur grár

Nordsjö - Sofistikerad - @Annakubel.se

BLOGGARINN Anna Kubel skellti tveimur Välje hillum frá Ikea á hliðina og lakkaði svona fallega. Þessi hugmynd hefur farið víða á netinu og gefið mörgum innblástur. Munið bara að spartla í götin og lakka svo. Málningin á veggnum er Ambiance Xtramatt og lakkið Ambiance Superfinish 5 frá Nordsjö. Sami litur á vegg og hillur og heitir Sofistikerad.

Copyright mynd© @annakubel Lestu meira á blogginu hennar

Gráblátt þema

Nordsjö - R4.05.62 TildaB damernasvarld.se

BLOGGARINN Tilda Bjärsmyr skrifar að hana hafi langað til að fá hillur meðfram allri stutthlið herbergisins. Eins og Emily breytti hún frekar óspennandi Billy bókahillu úr Ikea og lakkaði með möttu lakki. Síðan málaði hún vegginn á bakvið í sama lit. Tilda er ótrúlega ánægð með útkomuna. Að ímynda sér hvað smá málning og gamlar Ikea-hillur geta gert fyrir herbergið! Veggmálningin er Ambiance Xtramatt og lakkið á hilunum er Ambiance Superfinish á hillunum. Litakóðinn er R4.05.62

Copyright © mynd @tildabjarsmyr Lestu meira á blogginu hennar