fbpx

Verslunin fær andlitslyftingu

Nú erum við að gera langþráðar breytingar á versluninni okkar í Síðumúla 22. Hún mun taka stakkaskiptum á næstu vikum og þökkum við viðskiptavinum fyrirfram fyrir þolinmæðina á meðan hlutirnir eru ekki alveg komnir á sinn stað. Að sjálfsögðu er opið hjá okkur að vanda; í neðri (gömlu) versluninni, sem hefur vinnuheitið “Sérefni fyrir alla”, er opið kl. 9-18 en Verslun málarans (ofar í sama húsi) er opin kl. 8-16.

Mikil spenna fylgir þessum tímabæru breytingum en þær eru fyrst og fremst hugsaðar til að auðvelda viðskiptavinum litavalið. Verslunin verður loksins orðin falleg umgjörð um alla dýrlegu litina, listana og rósetturnar og að sjálfsögðu verkfærin og málningarefnin okkar góðu.

Hér er ein svolítið þreytt “fyrir” mynd:

Það toppar þó ekkert þessa “fyrir” mynd af “skrifstofu framkvæmdastjórans” á fyrstu vikum fyrirtækisins 2006 🙂

Fleiri blogg

Nýmálað á Nönnustíg

Húsið við Nönnustíg á stutt í áttræðisafmælið. Þrátt fyrir það er húsið einstaklega glæsilegt eftir viðgerðir og málun í sumar.

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping