Doudeville - Arte
Doudeville – Arte
Þessi heilmynd er prentuð á alvöru textílefni og er nefnd eftir Doudeville í Normandí, sem stundum er kölluð höfuðborg hörsins í Frakklandi. Hönnunin er innblásin af uppruna hörsins og fjölmörgum hörökrum sem er að finna á strandsvæðum Vestur-Evrópu. Eftir uppskeru eru hörstilkarnir skildir eftir á ökrunum og myndast þá sláandi magnað röndótt landslag í fallegum litbrigðum. Sú sýn, sem er svo dæmigerð fyrir Doudeville og önnur hörræktarhéruð í kring, var fyrirmyndin að þessu heillandi randamynstri.
Heilmyndin er í staðlaðri stærð: 390 cm x 300 cm (11,7 m2) og má endurtaka mynstrið með því að tengja aðra heilmynd við hliðina.
Doudeville veggfóðrið er úr textíl með baki úr blöndu af pappír og gervitrefjum (non-woven) sem þenst ekki út í límingu og er auðvelt að ná af veggnum seinna meir. Athugið að mælt er með að setja límið á vegginn. Blautt/rakt lím má strjúka létt af framhliðinni með rökum svampi við upphengingu. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið.
195.400 kr.
Í boði sem biðpöntun

Vintage Flora Pastel - Rebel Walls
Lola - Cole & Son
Spegel, Indigo Blue - Sandberg
Twill Chroma - Arte
Flamingos - Cole & Son
Woods, Metallic Gilver on Ballet Slipper - Cole & Son
Elias - Boråstapeter
Daphne Misty Blue - Sandberg
Mimi Sandstone - Sandberg
Moln, Light Blue - Sandberg
Puro Granite - Arte
Moln Ceiling, Light Blue - Sandberg
Crystal Sand - Rebel Walls
Paradise Birds - Boråstapeter
Scandinavian Bellewood - Rebel Walls
Tintura Umber - Arte
Terra Tropicana Ombre - Arte