fbpx

Bird & Pomegranate Turquoise/Coral - Morris & Co

41.149 kr. rúlluverð

Bird & Pomegranate Turquoise/Coral – Morris & Co

Enski fjöllistamaðurinn William Morris, sem var í fararbroddi í list- og handíðahreyfingunni (Arts and Crafts) á 19. öld, er sérstaklega þekktur fyrir veggfóðurshönnun sína. Áherslur hans voru á náttúruleg form og lífræna hönnun í daglegu lífi almennings, með stílfærðum blómum, plöntum, fuglum, ávöxtum og fleiri náttúrumótífum. Þessi mikli hugsjónamaður skildi eftir sig um 50 mynstur sem höfðu mikil áhrif á innanhússhönnun almennt, t.d. gætir áhrifa hans greinilega í Art Nouveau, sem er beinn forveri Art Deco stílsins. Fingraför Morris eru greinileg í mynsturgerð enn þann dag í dag enda hefur hann oft verið nefndur faðir veggfóðursins.

Þetta hrífandi veggfóður sýnir fugla svífa, sitja og gogga innan um greinar með laufblöðum og granateplum. Bird & Pomegranate er frá 1926 og er eitt af síðustu blokkprentuðu mynstrunum sem hannað var af Morris og félögum. Það er innblásið af mynstrinu Fruit, sem er miklu eldri veggfóðurshönnun frá þeim. Bird Pomegranate/Turquoise hefur fallegan málmgljáa í himinbláum bakgrunninum.

Athugið að mælt er með að setja límið á bakhlið veggfóðurs, ekki beint á vegginn. Þrífið límbletti af með hreinu vatni og mjúkum svampi ÁÐUR en límið þornar. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið.

Leiðbeiningar fyrir veggfóður með pappírsbaki

41.149 kr. rúlluverð

Í boði sem biðpöntun

Rúllubreidd: 52 cmRúllulengd: 10,05 mMynsturhæð: 61 cm
Áætla rúllufjölda
m
m
cm
m
cm
Niðurstöður

Endilega stimplið tölur í reiknivélina 2.1 sem verða 3 rúllur
Heildarverð:

SÉRPÖNTUN - EKKI SKILAVARA: Reiknivélin metur u.þ.b. það magn af veggfóðri sem þú þarfnast miðað við þínar mælingar. Sérefni taka ekki ábyrgð á ofáætlun eða skorti á veggfóðursmagni á grundvelli þessara útreikninga þar sem of margir þættir geta spilað inn í efnisþörf. Þar má nefna ónákvæmar mælingar, dyr, glugga, mynsturgerð, mistök í uppsetningu og fleira. Ef flókið er að finna út magn mælum við með að ráðfæra sig við fagmann áður en pantað er.

Vörunúmer: 216820 Vöruflokkar: , , Stikkorð: , , ,

Tengdar vörur

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping