Svona þrífum við málninguna rétt

 

Almenn ráðhow-to-clean-your-walls 2:  Fyrstu vikurnar eftir málun er málning viðkvæm fyrir þrifum og óhreinindum. Eftir það þolir yfirborðið hefðbundin hreinsiefni fyrir heimili. Byrjið að þvo flötinn neðst og færið ykkur upp til að forðast óhreinindarákir. Strjúkið yfir með hreinu vatni. Oft er hægt að ná blettum af með terpentínu en það fer þó eftir eðli bletta. Notið aldrei spritt eða þynni.

Veggir sem málaðir hafa verið með sérhæfðri málningu, t.d. málningu fyrir votrými, matvælageymslur og þess háttar rými, skal þvo með sterkum hreinsiefnum. Notið ekki þvottaefni með slípiefnum.

Sápuleifar og kalkútfellingar á máluðum veggjum, t.d. í sturturýmum og við vaska, skal þvo af með mjúkum bursta og kalkleysandi hreinsiefni. Ef blettir nást ekki af með sterkum þvottaefnum má reyna að fjarlægja með terpentínu áður en önnur sterkari efni eru reynd. Klórlausn getur leyst upp kalksteinsbletti eða bletti sem smita lit. Ryð og blóð má leysa upp með þynntri ediksýru.

 

Veggir og gólf:  Mælt er með basískum eða hlutlausum (pH u.þ.b. 7) hreinsiefnum. Notið ekki hreinsiefni sem innihalda lífræn leysiefni (t.d. alkóhól). Þvoið flötinn með volgu vatni. Heitt vatn getur mýkt upp málninguna og gert hreinsun erfiðari. Notið mjúkan bursta eða svamp og skolið með hreinu vatni. Árangur þvottar fer eftir gljáa og þvottheldni lita.

Sílikatmálning (á steinefnaundirlagi):  Þvoið með basísku hreinsiefni. Notið mjúkan bursta eða svamp. Nuddið ekki flötinn. Skolið með hreinu vatni.

Olíu- og alkýðmálning:  Mælt er með hlutlausum (pH 6,5-7,5) eða örlítið basískum (pH 7,5-9) hreinsiefnum. Mjög basísk hreinsiefni gera flötinn mattan og skal því forðast að nota þau. Hærra hitastig þvottavatns getur flýtt fyrir hreinsun. Notið svamp eða mjúkan bursta. Skolið með hreinu vatni.

Tveggja þátta efni (epoxí, pólýúretan, o.fl.):  Þvoið með basísku hreinsiefni. Notið bursta eða beitið háþrýstiþvotti. Skolið með hreinu vatni.

Kalkmálning eða sílikat innimálning:  Ofantalin efni eru viðkvæm og þarf því að fara gætilega við þvott á flötum sem eru máluð með þeim. Mælt er með hlutlausum hreinsiefnum (u.þ.b. pH 7). Notið sérstaklega mjúkan bursta eða svamp. Ekki nudda flötinn því það getur gert hann gljáandi og breytt litnum. Skolið með hreinu vatni.