fbpx

Steinefnaspartl

Vinsældir kalk- og steinefna í hýbýlum hafa vaxið ört síðastliðin ár. Sérefni hafa um árabil flutt inn ekta ítalska kalk-málningu og bæta nú við kalkspartli eða steinefnaspartli með náttúrulegu steinefnaútliti, efnið sem Ítalir kalla stucco. Einmitt efnið sem notað hefur verið um langt skeið í tímalausri hönnun margra þekktustu arkitekta og hönnuða Evrópu.

Steinefnaspartlið okkar er frá Stoopen & Meeus og kemur í ólíkum afbrigðum sem henta ýmist fyrir veggi, gólf eða votrými og fer vinnsluaðferðin eftir notkunarsvæði. Áferð og útlit er misgróft og má leika sér á ýmsa vegu með efnin til að fá þá niðurstöðu sem sóst er eftir. Yfirborðið getur ýmist verið skýjað og lágstemmt eða villt og dramatískt – og allt þar á milli. Hægt er að gera flötinn rennisléttan eða grófan, almattan eða hágljáandi. Litbrigðin eru breytileg og stjórnast af birtu og lýsingu. Þannig getur hver og einn fengið fram ólík blæbrigði í áferð, gljáa og litum.

Á YouTube-síðu Stoopen & Meeus má finna ótal myndbönd sem sýna handbrögðin á bak við ólíkar áferðir.

Kalkefnin eru umhverfisvænar afurðir og stuðla að heilnæmu andrúmslofti, enda byggja þau á ævagömlum vinnslu-aðferðum sem komu fram löngu fyrir tíma plast- og iðnaðarefna. Kalk er mjög basískt efni og því þrífst ekki í því mygla. Steinefnaspartlið er sett á með spöðum og má nota ýmis hjálparáhöld til að fá fram ólíka áferð og mynstur. 

Annars er skrautspartlefnamarkaðurinn flókinn að átta sig á en sérstaða Stoopen & Meeus liggur einmitt í að halda sig við upprunann og framleiða vönduð efni sem eru, líkt og grjótið í náttúrunni, án plastefna og öll litarefni eru náttúruleg. Litirnir eru mildir jarðefnalitir. Á litaspjaldinu fyrir neðan eru margir litir en þann fjölda má a.m.k. þrefalda því hvern lit má fá í ólíkum litstyrk.

Helstu kalksteinefnin eru:

  • StucDeco er styrkt kalkspartl með fíngerðri áferð. Ætlað á veggi, loft, borðplötur, gólf og votrými
  • StucGranito er styrkt kalkspartl með kornóttri áferð. Ætlað á veggi, loft, borðplötur, gólf og votrými
  • Crustal er kalkspartl með grófri áferð. Ætlað á veggi
  • Rifine er kalkspartl með mildri áferð. Ætlað á veggi
  • Teralim er grófsendin kalkmálning. Ætluð á veggi
  • RustiQ er kalkspartl með alvöru ryði – flott iðnaðarútlit. Ætlað á veggi
  • OxiQ er kalkspartl með alvöru kopartæringu (spanskgrænu) – flott iðnaðarútlit. Ætlað á veggi

Litir

Nokkur dæmi um jarðefnalitina okkar

Crustal áferð

Conqrete sjónsteypulitirnir

Einnig til í gulli og silfri

Fjölbreytt áferð

á spartlflötum frá Stoopen & Meeus

Shopping cart

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping