Við kynnum stolt lit ársins 2019: SPICED HONEY. Liturinn er valinn eftir djúpa greiningu á straumum og stefnum, m.a. í tísku, hönnun, arkitektúr og neyslumenningu samtímans. Hann er nútímalegt val sem passar við ólíka innanhússhönnun og lífsstíl.

Spiced Honey er hlýr og brenndur gulbrúnn tónn, innblásinn af fegurð og fjölbreytileika hunangs. Hann er róandi, hlýlegur og smekklegur en getur líka verið líflegur, allt eftir lýsingu og samsetningu litanna í kring.

Auk þess að velja Spiced Honey sem lit ársins 2019, hefur hönnunar- og arkitektateymi Nordsjö, Sikkens og systurfyrirtækjanna um allan heim sett saman fjórar guðdómlegar litapallettur til að aðstoða viðskiptavinina við að finna flottar og pottþéttar litasamsetningar fyrir heimilið. Meir um þær síðar, en hér eru nokkur dæmi:

About the author