Heiða á Dalvík er snillingur í að sjá möguleika í því ónýta, hið fallega í því úr sér gengna. Hún endurnýtir, fegrar og gefur gömlum hlutum nýtt líf á skapandi og skemmtilegan hátt. Nýverið keypti hún ásamt Bjarna sínum gamalt timburhús á Siglufirði og hafa þau hjónin farið hamförum þar. Það var nostruðu nánast við hvern fersentimetra; rífu, pússuðu, betrekktu og máluðu. Svo kom að því að finna húsgögn sem hentuðu gamla húsinu. Í gegnum tíðina hefur Heiða sankað að sér lúnum furustólum sem hún tók fram og lakkaði svarta og bólstraði síðan með leðri. Leðrið er úr gömlum leðurjökkum sem hún fann á fatasölu Rauða Krossins. Dásamleg útkoma og fallegt að blanda saman ólíkum gerðum stóla.

Furustólarnir

1. Lúnir furustólar

Stólar

2. Búið að lakka

.

Meiri stólar

3. Seturnar komnar í

Stólar - í prósess

4. Leðrið heftað á

Stólar - í nærmynd

5. Strekkt vel á leðrinu

Stólar - eftir

6. Tilbúinn og glæsilegur!

Aðferð og efni:

  1. Fjarlægið fitu og óhreinindi af stólnum.
  2. Pússið yfirborðið matt til að tryggja góða viðloðun og þurrkið rykið af.
  3. Grunnið flötinn með Nordsjö Häftgrund.
  4. Lakkið tvær umferðir af Superfinish 40%.

Sjá nánari leiðbeiningar hér hér á verklýsingasíðu SérEfnis.