fbpx

Að mála viðarpanel

Að mála viðarþiljur 

með þekjandi málningu

 

Aðferð

Ómeðhöndlaðar þiljur 

  1. Nýr viður og ómeðhöndlaður viður skal vera hreinn og þurr. Sýnilega viðarkvoðu á kvistum skal skrapa af og þvo með rauðspritti áður en málað er. (Aldrei má mála beint yfir blæðandi kvisti)
  2. Grunnið allan viðinn með Original Spärrvitt Isolerande. Verði vart við blæðingu á herslutíma grunnsins eftir þessa einu umferð skal grunna aðra umferð eða bletta yfir blæðinguna/mislitunina með sama efni. Ef notuð er málningarsprauta skal tryggja að hún sé alveg hrein fyrir notkun og sprauta síðan efninu á flötinn án hléa.
  3. Málið loks 2 umferðir af veggmálningu, t.d. Sikkens Rezisto Easy Clean, Nordsjö P6 eða Nordsjö Easy2Clean.

 

Málaðar eða lakkaðar þiljur

  1. Eldri málaðan við skal þvo með Original Målartvätt. Sýnilega viðarkvoðu á kvistum skal skrapa af og þvo með rauðspritti áður en málað er.
  2. Gljáandi fleti skal slípa matta með sandpappír nr. 220-280 til að tryggja góða viðloðun og þurrka allt ryk með límklútum.
  3. Grunnið bera fleti og kvisti með Original Spärrvitt Isolerande. Verði vart við blæðingu á herslutíma grunnsins eftir þessa einu umferð skal grunna aðra umferð eða bletta yfir blæðinguna/mislitunina með sama efni. Ef notuð er málningarsprauta skal tryggja að hún sé alveg hrein fyrir notkun og sprauta síðan efninu á flötinn án hléa.
  4. Málið loks 1-2 umferðir af veggmálningu, t.d. Sikkens Rezisto Easy Clean, Nordsjö P6 eða Nordsjö Easy2Clean.

ATH. Hafa skal í huga að viður er náttúrulegt efni sem er breytilegt og aðferð við þurrkun og geymslu getur haft mikla þýðingu fyrir málun. Kvistablæðing getur í vissum tilfellum komið fram eftir einhvern tíma þrátt fyrir fyrirbyggjandi meðferð.

*Nákvæmari upplýsingar um efnin má finna í tækniblöðum.

 

Heilsufars- og umhverfismál

Við pússun eða þegar málning er fjarlægð með hita geta myndast agnir og gufur sem eru skaðlegar heilsunni. Ávallt skal mála í vel loftræstu rými og nota grímur fyrir öndunarfæri ef loftræsting er ónóg. Sjá einnig upplýsingar á öryggisblaði. Ekki láta málningardósina standa opna meðan á verki stendur. Þrífið verkfæri strax eftir notkun. Hellið ekki málningar- og hreinsiefnaleifum í niðurföll. Skilið efnaleifum og tómum umbúðum til endurvinnslustöðva.

Tæknilegar upplýsingar

Grunnur

  • Original Spärrvitt Isolerande

Málning

  • Sikkens Rezisto Easy Clean 3%
  • Nordsjö P6 6%
  • Nordsjö Easy2Clean 10%

Yfirmálunartími við 23°C/50% raka:  

  • Original Spärrvitt Isolerande 16 klst
  • Sikkens Rezisto Easy Clean 6 klst
  • Nordsjö P6 6 klst
  • Nordsjö Easy2Clean 6 klst

Þynning: Vatn

Verkfæri: Penslar, rúllur, málningarsprautur

Þekja:

  • Original Spärrvitt Isolerande 6-8 m2/l
  • Sikkens Rezisto Easy Clean 9-11 m2/l
  • Nordsjö P6 8-10 m2/l
  • Nordsjö Easy2Clean 8-10 m2/l

Hreinsun: Sápuvatn

Fleiri blogg

Nýmálað á Nönnustíg

Húsið við Nönnustíg á stutt í áttræðisafmælið. Þrátt fyrir það er húsið einstaklega glæsilegt eftir viðgerðir og málun í sumar.

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping