Að mála viðarþiljur
með þekjandi málningu
Aðferð
Ómeðhöndlaðar þiljur
- Nýr viður og ómeðhöndlaður viður skal vera hreinn og þurr. Sýnilega viðarkvoðu á kvistum skal skrapa af og þvo með rauðspritti áður en málað er. (Aldrei má mála beint yfir blæðandi kvisti)
- Grunnið allan viðinn með Original Spärrvitt Isolerande. Verði vart við blæðingu á herslutíma grunnsins eftir þessa einu umferð skal grunna aðra umferð eða bletta yfir blæðinguna/mislitunina með sama efni. Ef notuð er málningarsprauta skal tryggja að hún sé alveg hrein fyrir notkun og sprauta síðan efninu á flötinn án hléa.
- Málið loks 2 umferðir af veggmálningu, t.d. Sikkens Rezisto Easy Clean, Nordsjö P6 eða Nordsjö Easy2Clean.
Málaðar eða lakkaðar þiljur
- Eldri málaðan við skal þvo með Original Målartvätt. Sýnilega viðarkvoðu á kvistum skal skrapa af og þvo með rauðspritti áður en málað er.
- Gljáandi fleti skal slípa matta með sandpappír nr. 220-280 til að tryggja góða viðloðun og þurrka allt ryk með límklútum.
- Grunnið bera fleti og kvisti með Original Spärrvitt Isolerande. Verði vart við blæðingu á herslutíma grunnsins eftir þessa einu umferð skal grunna aðra umferð eða bletta yfir blæðinguna/mislitunina með sama efni. Ef notuð er málningarsprauta skal tryggja að hún sé alveg hrein fyrir notkun og sprauta síðan efninu á flötinn án hléa.
- Málið loks 1-2 umferðir af veggmálningu, t.d. Sikkens Rezisto Easy Clean, Nordsjö P6 eða Nordsjö Easy2Clean.
ATH. Hafa skal í huga að viður er náttúrulegt efni sem er breytilegt og aðferð við þurrkun og geymslu getur haft mikla þýðingu fyrir málun. Kvistablæðing getur í vissum tilfellum komið fram eftir einhvern tíma þrátt fyrir fyrirbyggjandi meðferð.
*Nákvæmari upplýsingar um efnin má finna í tækniblöðum.
Heilsufars- og umhverfismál
Við pússun eða þegar málning er fjarlægð með hita geta myndast agnir og gufur sem eru skaðlegar heilsunni. Ávallt skal mála í vel loftræstu rými og nota grímur fyrir öndunarfæri ef loftræsting er ónóg. Sjá einnig upplýsingar á öryggisblaði. Ekki láta málningardósina standa opna meðan á verki stendur. Þrífið verkfæri strax eftir notkun. Hellið ekki málningar- og hreinsiefnaleifum í niðurföll. Skilið efnaleifum og tómum umbúðum til endurvinnslustöðva.
Tæknilegar upplýsingar
Grunnur
- Original Spärrvitt Isolerande
Málning
- Sikkens Rezisto Easy Clean 3%
- Nordsjö P6 6%
- Nordsjö Easy2Clean 10%
Yfirmálunartími við 23°C/50% raka:
- Original Spärrvitt Isolerande 16 klst
- Sikkens Rezisto Easy Clean 6 klst
- Nordsjö P6 6 klst
- Nordsjö Easy2Clean 6 klst
Þynning: Vatn
Verkfæri: Penslar, rúllur, málningarsprautur
Þekja:
- Original Spärrvitt Isolerande 6-8 m2/l
- Sikkens Rezisto Easy Clean 9-11 m2/l
- Nordsjö P6 8-10 m2/l
- Nordsjö Easy2Clean 8-10 m2/l
Hreinsun: Sápuvatn