fbpx

Að mála timburhús með gamaldags þekjandi olíu

Að mála timburhús 

með gamaldags þekjandi olíumálningu

 

Aðferð

Undirlagið skal vera hreint og þurrt (mest 16% raki í viði).

 

Nýmálun

  1. Slípið og opnið heflaðan við með sandpappír, t.d. nr. 100.
  2. Gegndreypið alla fleti sem mála skal með Tinova Wood Base Oil og þá sérlega vel liggjandi við og gljúpa fleti eins og endatré.
  3. Grunnið alla fletina með Tinova Traditional Primer Exterior.
  4. Málið yfir tvær umferðir með Tinova Traditional Exterior.
  5. Á lítið hallandi fleti er ráðlegt að setja aukaumferð.

 

 Endurmálun

  1. Þvoið allan flötinn með Original Målartvätt. Blandið Målartvätt með allt að 20 hlutum vatns móti 1 hlut hreinsiefnisins. Fyrir mjög óhreina fleti skal blanda vatni í hlutfallinu 10:1. Berið blönduna á með svampi eða bursta. Látið blönduna liggja á fletinum í nokkrar mínútur og skrúbbið af með blautri tusku eða bursta og vatni. Ef á fletinum er mygla, mold eða annar gróður skal þvo flötinn með þörunga- og mygluhreinsi. Skolið vel eftir á með vatni. Látið flötinn þorna vel áður en málað er.
  2. Alla gamla og lausa málningu skal fjarlægja. Slípið gljáandi fleti matta með sandpappír til að tryggja góða viðloðun. Fúa eða gráma í tré skal pússa niður eða fjarlægja með grámahreinsinum Tinova Wood Cleaner uns komið er í eðlilegan viðarlit. Eftir meðferð með grámahreinsi þarf viðurinn að þorna vel í 1-3 daga.
  3. Gegndreypið beran við með Tinova Wood Base Oil. Grunnið hann síðan með Tinova Traditional Primer Exterior.
  4. Málið yfir 2 umferðir með Tinova Traditional Exterior.
  5. Á lítið hallandi fleti er ráðlegt að setja aukaumferð.

 

Annað

Hrærið vel í dósinni fyrir notkun. Málið ekki ef sól skín beint á flötinn eða ef hætta er á regni eða daggarmyndun næstu klukkustundirnar eftir lok verks.

*Nákvæmari upplýsingar um efnin má finna í tækniblöðum.

 

Heilsufars- og umhverfismál

Ekki láta málningar­dósina standa opna meðan á verki stendur. Þrífið verkfæri strax eftir notkun. Athugið að kviknað getur í olíublautum tuskum og tvisti af sjálfu sér og verður að bleyta þær með vatni áður en þeim er hent á öruggan stað. Hellið ekki málningar- og hreinsiefnaleifum í niðurföll. Skilið efnaleifum og tómum umbúðum til endurvinnslustöðva.

Tæknilegar upplýsingar

Til notkunar: Utanhúss

Tegund: Alkýðolía

Gljástig: 30%

Yfirmálun: Wood Base Oil 24 klst; Primer Exterior 16 klst; Traditional Exterior 16 klst

Hiti við málun: Minnst +5°C, mest +25°C

Rakastig: 40-80%

Þynning: Hreinsuð terpentína

Verkfæri: Penslar, rúllur

Þekja: Wood Base Oil 4,5-5,5 m2/l; Primer Exterior 4-8 m2/l;Traditional Exterior í nýmálun 4-6 m2/l og endurmálun 6-8 m2/l

Hreinsun: Hreinsuð terpentína

Geymsla: Í frostfríu rými

Fleiri blogg

Nýmálað á Nönnustíg

Húsið við Nönnustíg á stutt í áttræðisafmælið. Þrátt fyrir það er húsið einstaklega glæsilegt eftir viðgerðir og málun í sumar.

Shopping cart

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping