Að mála timburhús
með gamaldags þekjandi olíumálningu
Aðferð
Undirlagið skal vera hreint og þurrt (mest 16% raki í viði).
Nýmálun
- Slípið og opnið heflaðan við með sandpappír, t.d. nr. 100.
- Gegndreypið alla fleti sem mála skal með Tinova Wood Base Oil og þá sérlega vel liggjandi við og gljúpa fleti eins og endatré.
- Grunnið alla fletina með Tinova Traditional Primer Exterior.
- Málið yfir tvær umferðir með Tinova Traditional Exterior.
- Á lítið hallandi fleti er ráðlegt að setja aukaumferð.
Endurmálun
- Þvoið allan flötinn með Original Målartvätt. Blandið Målartvätt með allt að 20 hlutum vatns móti 1 hlut hreinsiefnisins. Fyrir mjög óhreina fleti skal blanda vatni í hlutfallinu 10:1. Berið blönduna á með svampi eða bursta. Látið blönduna liggja á fletinum í nokkrar mínútur og skrúbbið af með blautri tusku eða bursta og vatni. Ef á fletinum er mygla, mold eða annar gróður skal þvo flötinn með þörunga- og mygluhreinsi. Skolið vel eftir á með vatni. Látið flötinn þorna vel áður en málað er.
- Alla gamla og lausa málningu skal fjarlægja. Slípið gljáandi fleti matta með sandpappír til að tryggja góða viðloðun. Fúa eða gráma í tré skal pússa niður eða fjarlægja með grámahreinsinum Tinova Wood Cleaner uns komið er í eðlilegan viðarlit. Eftir meðferð með grámahreinsi þarf viðurinn að þorna vel í 1-3 daga.
- Gegndreypið beran við með Tinova Wood Base Oil. Grunnið hann síðan með Tinova Traditional Primer Exterior.
- Málið yfir 2 umferðir með Tinova Traditional Exterior.
- Á lítið hallandi fleti er ráðlegt að setja aukaumferð.
Annað
Hrærið vel í dósinni fyrir notkun. Málið ekki ef sól skín beint á flötinn eða ef hætta er á regni eða daggarmyndun næstu klukkustundirnar eftir lok verks.
*Nákvæmari upplýsingar um efnin má finna í tækniblöðum.
Heilsufars- og umhverfismál
Ekki láta málningardósina standa opna meðan á verki stendur. Þrífið verkfæri strax eftir notkun. Athugið að kviknað getur í olíublautum tuskum og tvisti af sjálfu sér og verður að bleyta þær með vatni áður en þeim er hent á öruggan stað. Hellið ekki málningar- og hreinsiefnaleifum í niðurföll. Skilið efnaleifum og tómum umbúðum til endurvinnslustöðva.
Tæknilegar upplýsingar
Til notkunar: Utanhúss
Tegund: Alkýðolía
Gljástig: 30%
Yfirmálun: Wood Base Oil 24 klst; Primer Exterior 16 klst; Traditional Exterior 16 klst
Hiti við málun: Minnst +5°C, mest +25°C
Rakastig: 40-80%
Þynning: Hreinsuð terpentína
Verkfæri: Penslar, rúllur
Þekja: Wood Base Oil 4,5-5,5 m2/l; Primer Exterior 4-8 m2/l;Traditional Exterior í nýmálun 4-6 m2/l og endurmálun 6-8 m2/l
Hreinsun: Hreinsuð terpentína
Geymsla: Í frostfríu rými