fbpx

Að hvítta og bæsa viðarþiljur

Að hvítta og bæsa viðarþiljur

með hálfþekjandi vatnsakrýl

Ómeðhöndlaðar þiljur

  1. Nýr viður og ómeðhöndlaður viður skal vera hreinn og þurr. Sýnilega viðarkvoðu á kvistum skal skrapa af og þvo með rauðspritti áður en málað er.
  2. Í sumum tilfellum getur verið gott að þynna lakkið með vatni. Til að auðvelda vinnslu getur verið gott að úða vatni yfir panelinn áður en hann er bæsaður.
  3. Lakkið 1-2 umferðir af þiljulakkinu Original Panellack en strjúkið yfir flötinn með fínum sandpappír á milli umferða. Berið á eitt borð í einu og dragið úr efninu eftir því endilöngu til að koma í veg fyrir færsluskil (tvöfaldan litstyrk).
  4. Þar sem mikið álag er á flötum er gott að glærlakka yfir með viðeigandi eins eða tveggja þátta vatnslakki frá Nordsjö eða Sikkens.

Lakkaðar þiljur

  1. Eldri lakkaðan við skal þvo með Original Målartvätt.
  2. Mattið lakkið með fínum sandpappír til að tryggja góða viðloðun og þurrkið allt ryk með límklútum.
  3. Lakkið loks 1-2 umferðir af þiljulakkinu Original Panellack. Strjúkið yfir fötinn með fínum sandpappír á milli umferða ef þörf krefur. Dragið úr efninu eftir endilangri fjölinni til að koma í veg fyrir færsluskil (tvöfaldan litstyrk).
  4. Þar sem mikið álag er á flötum er gott að glærlakka yfir viðeigandi eins eða tveggja þátta vatnslakki frá Nordsjö eða Sikkens.

ATH. Hafa skal í huga að viður er náttúrulegt efni sem er breytilegt og aðferð við þurrkun og geymslu getur haft mikla þýðingu fyrir málun. 

*Nákvæmari upplýsingar um efnin má finna í tækniblöðum.

Heilsufars- og umhverfismál

Við pússun eða þegar málning er fjarlægð með hita geta myndast agnir og gufur sem eru skaðlegar heilsunni. Ávallt skal mála í vel loftræstu rými og nota grímur fyrir öndunarfæri ef loftræsting er ónóg. Sjá einnig upplýsingar á öryggisblaði. Ekki láta málningardósina standa opna meðan á verki stendur. Þrífið verkfæri strax eftir notkun. Hellið ekki málningar- og hreinsiefnaleifum í niðurföll. Skilið efnaleifum og tómum umbúðum til endurvinnslustöðva.

Tæknilegar upplýsingar

Til notkunar: Innanhúss

Gljástig: 10%

Þurrktími við 23°C/50% raka: 1 klst

Yfirmálunartími við 23°C/50% raka: 2 klst

Lágmarkshiti við lökkun: +5°C          

Þynning: Vatn 5-25%

Verkfæri: Penslar

Þekja: 8-12 m2/l

Hreinsun: Sápuvatn

Fleiri blogg

Nýmálað á Nönnustíg

Húsið við Nönnustíg á stutt í áttræðisafmælið. Þrátt fyrir það er húsið einstaklega glæsilegt eftir viðgerðir og málun í sumar.

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping