fbpx

Að olíubera harðvið

Að olíubera harðvið

Aðferð

Áður en olía er borin á harðviðarpalla skal fylgja verklýsingunni „Að hreinsa harðvið“ á heimasíðu Sérefna. Þetta á bæði við um nýjan og mjög veðraðan harðvið. Við hreinsunina fjarlægjast tannín og gamlar olíur af yfirborði viðarins, sem og grámi og óhreinindi. Látið pallinn þorna vel í að minnsta kosti 3-5 daga eftir hreinsun.

 

A. Harðviðarpallar – liggjandi harðviður

Nýmálun harðviðarpalla:

  1. Hreinsun (sbr. fyrrnefnda verklýsingu).
  2. Mjög þéttan harðvið er æskilegt að slípa og opna með sandpappír nr. 80-100. Gott er að nota þar til gerð slípibretti á skafti. Fjarlægið slípiryk.
  3. Hrærið vel í dósinni. Berið 2-3 umferðir af Cetol HLS Plus í viðeigandi lit. Passið að draga olíuna jafnt og ríkulega á viðinn með pensli. Bera þarf vel á mjög gljúpa fleti þar til þeir mettast. Ætíð skal bera á viðinn endilangt og forðast að búa til færsluskil (aukalitstyrk) á miðju borði.

Endurmálun harðviðarpalla, viðhald:

  1. Hreinsið pallinn (sbr. fyrrnefnda verklýsingu). Ef einungis er um létt viðhald að ræða nægir að hreinsa viðinn vel með Målartvätt og/eða þörunga- og mygluhreinsi.
  2. Hrærið vel í dósinni. Berið 1-2 umferðir af Cetol HLS Plus í viðeigandi lit. Passið að draga olíuna jafnt og ríkulega á viðinn með pensli. Bera þarf vel á mjög gljúpa fleti þar til þeir mettast. Ætíð skal bera á viðinn endilangt og forðast að búa til færsluskil (aukalitstyrk) á miðju borði.

 

B. Annar harðviður – standandi harðviður

Nýmálun hurða, glugga, veggja:

  1. Hreinsun (sbr. fyrrnefnda verklýsingu).
  2. Ætíð skal slípa yfir viðinn í byrjun með sandpappír nr. 100-180 til að opna hann og tryggja viðloðun. Ef sprungur og göt eru á viðnum skal nota Sikkens Gupa tréfylli. Fjarlægið slípiryk.
  3. Hrærið vel í dósinni. Berið á fyrstu umferð af Cetol HLS plus í viðeigandi lit. Berið olíuna jafnt og ríkulega á viðinn með pensli. Bera þarf vel á mjög gljúpa fleti þar til þeir mettast. Ætíð skal bera á viðinn endilangt og forðast að búa til færsluskil (aukalitstyrk) á miðju borði.
  4. Pússið lauslega yfir flötinn með sandpappír nr. 320. Fjarlægið slípiryk. Málið næstu umferð annað hvort með Cetol HLS Plus eða Cetol Filter 7 Plus í lit.
  5. Endurtakið létta slípun með sandpappír nr. 320 og fjarlægið slípiryk. Sem lokaumferð skal loks bera Cetol Filter 7 plus á viðinn.

Endurmálun hurða, glugga, veggja og viðhald:

  1. Hreinsið viðinn (sbr. fyrrnefnda verklýsingu). Ef einungis er um létt viðhald að ræða nægir að hreinsa hann vel með Målartvätt og/eða þörunga- og mygluhreinsi.
  2. Slípið létt yfir viðinn með sandpappír nr. 320.
  3. Hrærið vel í dósinni. Berið 1-2 umferðir af Cetol Filter 7 plus á vel þurran og hreinan flötinn. Berið olíuna jafnt og ríkulega á viðinn með pensli. Bera þarf vel á mjög gljúpa fleti þar til þeir mettast. Slípið létt milli umferða með sandpappír nr. 320 og fjarlægið slípiryk. Ætíð skal bera á viðinn endilangt og forðast að búa til færsluskil (aukalitstyrk) á miðju borði.

Viðhaldið fletinum með 1 umferð á 1-3 ára fresti, á allan pallinn eða þar sem álag er mikið. Þannig heldur viðurinn sinni upprunalegu áferð sem lengst. Þegar litstyrkurinn er orðinn nægilegur skal velja minni litstyrk eða jafnvel glæra olíu næst þegar borið er á.

Athugið að vegna mikils raka getur verið varasamt að bera á viðinn of snemma á vorin eða seint á haustin. Ekki bera á mjög snemma dags eða seint að degi.

*Nákvæmari upplýsingar um efnin má finna í tækniblöðum.

 

Heilsufars- og umhverfismál

Ekki láta málningar­dósina standa opna meðan á verki stendur. Þrífið verkfæri strax eftir notkun. Athugið að kviknað getur í olíublautum tuskum og tvisti af sjálfu sér og verður að bleyta þær með vatni áður en þeim er hent á öruggan stað. Hellið ekki málningar- og hreinsiefnaleifum í niðurföll. Skilið efnaleifum og tómum umbúðum til endurvinnslustöðva.

Tæknilegar upplýsingar

VIÐAROLÍA: Sikkens Cetol HLS plus

Tegund: Alkýðolía

Litir: Glær og allir Cetol litir

Þurrktími við 20°C/65% raka: Rykfrítt 4-6 klst., yfirmálun um 18-24 klst

Hiti við málun: +5-30°C

Þynning: Þynnið ekki

Verkfæri: Penslar

Þekja: 10-14 m2/l. Þekja og ending fer mikið eftir tegund og ástandi viðarins, vinnsluaðferð og aðstæðum við málun. Á grófu timbri er þekjan nokkuð minni (t.d. 7-10 m2/l)

 

VIÐAROLÍA: Sikkens Cetol Filter 7 plus

Tegund: Alkýðolía

Litir: Glær og allir Cetol litir

Þurrktími við 20°C/65% raka: Rykfrítt 3 klst., yfirmálun um 16 klst

Hiti við málun: +5-35°C

Þynning: Þynnið ekki

Verkfæri: Penslar

Þekja: Um 12-16 m2/l. Þekja og ending fer mikið eftir tegund og ástandi viðarins, vinnsluaðferð og aðstæðum við málun. Á grófu timbri er þekjan nokkuð minni (t.d. 7-10 m2/l)

Fleiri blogg

Nýmálað á Nönnustíg

Húsið við Nönnustíg á stutt í áttræðisafmælið. Þrátt fyrir það er húsið einstaklega glæsilegt eftir viðgerðir og málun í sumar.

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping