Við erum rétt komin heim eftir magnað litanámskeið hjá Sikkens í Hollandi. Þetta var alvöru kennsla með fræðilegri yfirferð og verklegum æfingum. Námskeiðið var listilega samsett af litasérfræðingnum Stephanie Kraneveld, sem kennir arkitektum, hönnuðum og litaráðgjöfum AkzoNobel úti um allan heim.
Við vinnum markvisst eftir slagorðinu: SÉREFNI – LEIÐANDI Í LITUM
Stephanie útskýrir muninn á norræna litakerfinu NCS og alþjóðlega ACC-kerfinu, sem er mun útbreiddara í heiminum. Ólíkt NCS er ACC-litakerfið hannað sérstaklega og einungis fyrir málningu. Sérefni nota ACC-kerfið fyrir sína liti en geta einnig blandað alla NCS-liti.
Hér tengja menn saman mismunandi stílgerðir í innanhússarkitektúr og velja litapallettur sem eiga við þá.
Óskoruð einbeiting við að raða litum í fjölskyldur og flokka. Hvaða litir eru þriðja stigs litablöndur? Þeir fást jú auðvitað með því að blanda saman frumlit og annars stigs litablöndu 50/50!