Viltu sjá húsgögnin, stofuna eða húsið þitt í nýjum litum, í rauntíma (“live”)? Með fría Nordsjö Visualizer smáforritinu geturðu skoðað og breytt litunum í kringum þig með einni snertingu á skjá símans eða spjaldtölvunnar. Maður gengur bara um og skoðar heimilið í nýja litnum í gegnum skjáinn. Appið aðskilur veggi frá húsgögnum og myndum – er mjög raunverulegt. Svo er auðvelt að breyta um lit og fínstilla á tóninn sem hentar og passar við innbúið. Það er gaman að gera tilraunir með nýjustu Nordsjö litina og fá tillögur um litasamsetningar sem passa við litina sem maður valdi.
Í Sérefni færðu góð ráð hjá fagmönnum sem aðstoða við að finna litina sem þér leist best á (ekki má þó gleyma að stillingar skjáa eru mismunandi sem hefur áhrif á hversu nákvæmir litirnir eru í mismunandi tölvum).
Kíktu á Nordsjö Visualizer smáforritið á heimasíðunni okkar https://serefni.is/litaleit/#litaapp.
Hér má sjá hvernig smáforritið virkar:
Forritið er á Apple AppStore/Google Play Store