fbpx

Að mála gólf – epoxýmálning

Að mála gólf

með vatnsþynnanlegri epoxýmálningu

 

Aðferð

  1. Undirlag verður að vera hreint, þurrt og ryklaust. Nýsteypt gólf þurfa að vera gegnumhörðnuð og sementshúðin slípuð af áður en málað er. Stálslípuð steypt gólf skal vélslípa.
  2. Ómeðhöndluð steypt gólf skal hreinsa vandlega. Fjarlægið fitu og olíubletti.
  3. Blandið efnunum í dósunum tveimur vandlega saman (stofni og herði). Notið til þess hæggenga borvél með þeytara, á u.þ.b. 200 rpm.
  4. Ómálaða steinsteypu skal grunna með epoxý-blöndunni þynntri um 20-30% með vatni. Málið síðan tvær umferðir með epoxý-blöndunni þynntri með um 5% vatni.
  5. Áður málaðan flöt skal mála tvær umferðir með epoxý-blöndunni þynntri um 3-5% með vatni.
  6. Efnið nær fullum styrk og hörku á nokkrum dögum. Forðist því að leggja flötinn undir mikið álag fyrir þann tíma.

Athugið að notkunartími efnis við 20°C er 1,5 klst. eftir samblöndun stofns og herðis (þættir A og B). Við 30°C lækkar notkunartími í u.þ.b. 45 mín. Eftir þennan tíma er varan ekki lengur nothæf. Merki um að svo sé má sjá á aukinni seigju og að efnið byrji að skilja sig.

Wapex 660 hentar vel á bílskúrsgólf þar sem ekki er keyrt á nagladekkjum.

ATH. Varist alla snertingu efnisins við húð.

*Nákvæmari upplýsingar um efnin má finna í tækniblöðum.

 

Heilsufars- og umhverfismál

Við pússun eða þegar málning er fjarlægð með hita geta myndast agnir og gufur sem eru skaðlegar heilsunni. Ávallt skal mála í vel loftræstu rými og nota grímur fyrir öndunarfæri ef loftræsting er ónóg. Sjá einnig upplýsingar á öryggisblaði. Ekki láta málningar­dósina standa opna meðan á verki stendur. Þrífið verkfæri strax eftir notkun. Hellið ekki málningar- og hreinsiefnaleifum í niðurföll. Skilið efnaleifum og tómum umbúðum til endurvinnslustöðva.

Tæknilegar upplýsingar

Efni: Wapex 660 eða Wapex 660 Mat

Gljástig: Satíngljái eða matt

Þurrktími við 20°C/65% raka: Má ganga á eftir 8 klst

Yfirmálun: Eftir 16-72 klst. Flötur nær fullum slitstyrk eftir minnst 7 daga

Þynning: Vatn; 3-5% áður málaður flötur; 20-30% við grunnun á ómálaðri steinsteypu

Verkfæri: Penslar, rúllur

Blöndunarhlutfall: Þáttur A (stofn) 80% af rúmmáli. Þáttur B (herðir) 20% af rúmmáli

Þekja: 50 míkróna þurr umferð: 8 m2/l. 80 míkróna þurr umferð: 3,5-5,5 m2/l Málningarmagn/þekja fer töluvert eftir undirlagi og málningaraðferð

Fleiri blogg

Nýmálað á Nönnustíg

Húsið við Nönnustíg á stutt í áttræðisafmælið. Þrátt fyrir það er húsið einstaklega glæsilegt eftir viðgerðir og málun í sumar.

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping