Lærum að meðhöndla penslana á umhverfisvænan hátt
Vatnsþynnanleg málning
- Ertu í miðju verki og vilt losna við að þrífa pensilinn þar til þú kemst aftur í verkið? Þá nægir að vefja honum í plastpoka. Best er að líma plastpokann saman við skaftið með límbandi. Þannig geymist hann í 1-2 daga.
- Eftir málun er best að skafa mestu málninguna úr penslinum.
- Einfaldast er að leggja pensilinn í bleyti í volgt vatn í um tvær klst. Þá skolast málningin auðveldlega úr með vatni.
- Þurrkaðu pensilinn loks með hreinum klút og láttu hann þorna flatan eða hangandi með hárin niður. Geymdu pensilinn á þurrum stað fram að næsta verkefni.
Terpentínuþynnanleg málning og vatnsþynnanleg olíuviðarvörn
- Ertu í miðju verki og vilt losna við að þrífa pensilinn þar til þú kemst aftur í verkið? Þá nægir að láta hann standa í vatnsbaði. Þannig geymist hann í 1-2 daga.
- Eftir málun skaltu hella vænum slurk af penslasápu í dós og hreinsa pensilinn með því að þrýsta honum upp með hliðum dósarinnar til að sápan nái vel inn á milli háranna. Láttu pensilinn síðan standa í sápunni í um tvær klst.
- Skolaðu sápuna vandlega úr með vatni.
- Þurrkaðu pensilinn loks með hreinum klút og og láttu hann þorna flatan eða hangandi með hárin niður. Geymdu pensilinn á þurrum stað fram að næsta verkefni.
Harðir penslar Gleymdir þú að þrífa pensilinn? Er hann orðinn grjótharður og ónothæfur? Láttu pensilinn þá standa í penslasápu í um tvær klst. Þá verður hann orðinn nægilega mjúkur til að þrífa hann, skv. ráðum hér að ofan.
Leysiefni Mundu að hella aldrei leysiefni/terpentínu í vaskinn. Ef þú hefur notað slík efni til að þrífa pensilinn þinn (alveg ónauðsynlegt og skaðlegt umhverfinu!) skaltu setja lokið á dósina og láta hana standa í 24 klst. Þegar litarefnið úr málningunni hefur fallið til botns getur þú hellt afganginum af terpentínunni aftur í flöskuna til notkunar síðar. Láttu litinn þorna í dósinni áður en þú fargar henni á næsta móttökustað fyrir úrgang og flokkast dósin þá sem hættulegur úrgangur. Veldu eins litla dós og mögulegt er við hreinsunina til að nota ekki meira leysiefni en nauðsynlegt er – jörðin okkar verður þér þakklát!