Að mála vatnsbretti og lárétta steinfleti
með teygjanlegri málningu
Val á efnum
Skynsamlegasti valkosturinn við málun á vatnsbrettum er ONE Super Tech akrýlmálning. Hún er teygjanleg, rakaþétt og vatnsfráhrindandi, lokar fletinum og myndar þétta og fljótþornandi filmu. Annar valkostur er Murtex Acrylic.
Aðferð
Nýmálun
- Steinsteypa þarf að vera a.m.k. 30 daga gömul, þurr og laus við sementshúð, ryk, fitu, myglu og önnur óhreinindi. Sementshúð skal fjarlægja með steinslípun eða háþrýstiþvotti. Látið þorna í nokkra daga eftir þvott.
- Sílanberið nýjan og ómálaðan stein með Murtex Waterproof eða Mur-Silan (monosilan). Látið sílanið standa í a.m.k. 48 klst. fyrir málun. Sílanið dregur úr hárpípusogi steypunnar á vatni og lengir endingu málningarinnar verulega.
- Grunnið með 15% þynntum Alpha Aquafix Opaque grunni (hvítur). Ef flöturinn er duftsmitandi eða mjög gljúpur skal grunna með Microdispers grunni (glær).
- Málið 2-3 umferðir með ONE Super Tech. Málið aðeins út á lóðréttan flöt til að mynda „hatt“, sem dregur úr möguleika vatns að skríða undir málningarfilmuna.
- Þar sem þörf er á Alphacoat (kvarsfylltum og teygjanlegum fylligrunni) til að jafna áferð og ásýnd viðgerða skal einungis nota ONE Super Tech eða Murtex Acrylic sem yfirefni. Alphacoat hentar ekki með síloxan málningu.
Endurmálun
- Tryggið að flöturinn sé þurr og laus við ryk, fitu, umferðarsót og önnur óhreinindi. Fjarlægið óhreinindi með Målartvätt og lausa málningu með háþrýstiþvotti.
- Grunnið beran stein með Mur-Silan og síðan Alpha Aquafix Opaque grunni, þynntum 10% með vatni.
- Þar sem þörf er á Alphacoat (kvartsfylltum og teygjanlegum fylligrunni) til að jafna áferð og ásýnd viðgerða skal einungis nota ONE Super Tech eða Murtex Acrylic sem yfirefni. Alphacoat hentar ekki með síloxan málningu.
- Málið 2-3 umferðir með veggjamálningu, sbr. nýmálun að ofan.
*Nákvæmari upplýsingar um efnin má finna í tækniblöðum.
Heilsufars- og umhverfismál
Ekki láta málningardósina standa opna meðan á verki stendur. Þrífið verkfæri strax eftir notkun. Athugið að kviknað getur í olíublautum tuskum og tvisti af sjálfu sér og verður að bleyta þær með vatni áður en þeim er hent á öruggan stað. Hellið ekki málningar- og hreinsiefnaleifum í niðurföll. Skilið efnaleifum og tómum umbúðum til endurvinnslustöðva.
Tæknilegar upplýsingar
Til notkunar: Utanhúss
Yfirmálun:
Mur-Silan 48 klst
Alpha Aquafix Opaque 6 klst
Professional Microdispers 3-4 klst
Alphacoat 8-12 klst
ONE Super Tech 2 klst
Þynning: Vatn
Verkfæri: Penslar, rúllur. Notið ekki sömu verkfæri í Mur-Silan og í málninguna
Þekja:
Mur-Silan 4-5 m2/l
Alpha Aquafix Opaque 6-8 m2/l
Professional Microdispers 8-10 m2/l
Alphacoat 4-5 m2/l
ONE Super Tech 6-8 m2/l
Hreinsun: Vatn