fbpx

Verdure Winter Garden - Arte

24.164 kr. lengdarmetraverð

Verdure Winter Garden – Arte

Enginn veit nákvæmlega hvernær fyrstu veggteppin í Verdure stíl voru búin til, en á 16. öld voru þau komin um allt. Veggteppin voru hlaðin laufskrúði, sem oft var undirstrikað af meistaralegu samspili sólar og skugga. Handmálað og gróskumikið laufmynstur Verdure veggfóðursins frá Arte sækir innblástur í þessi hefðbundnu veggteppi. Samsetning ljóss og skugga er einmitt unnið af mikilli alúð til að skapa einstaka gróðurmynd með mikilli dýpt. Handmáluð hönnunin er síðan flutt yfir á vandaðan textíl, svokallaðan fil-à-fil, sem er franskt hugtak í textíliðnaðinum fyrir „þráður í þræði“ og vísar til tegundar efnis sem ofið er með tveimur mismunandi lituðum þráðum. Útkoman verður efni með fíngerðum en þó áberandi tvítóna áhrifum, sem er fullkomið val fyrir þetta vandaða veggfóður.

Verdure veggfóðrið er ofinn textíll með baki úr blöndu af pappír og gervitrefjum (non-woven) sem þenst ekki út í límingu og er auðvelt að ná því af veggnum seinna meir. Athugið að mælt er með að setja límið á vegginn. Blautt/rakt lím má strjúka létt af framhliðinni með svampi við upphengingu. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið. Einnig má benda á myndbönd á heimasíðunni.

Leiðbeiningar fyrir veggfóður með non-woven bakhlið

24.164 kr. lengdarmetraverð

Í boði sem biðpöntun

Rúllubreidd: 130 cmMynsturhæð: 100 cm
Áætla fjölda lengdarmetra
m
m
cm
cm
Niðurstöður

Endilega stimplið tölur í reiknivélina 2.1 sem verða 3 rúllur
Heildarverð:

SÉRPÖNTUN - EKKI SKILAVARA: Reiknivélin metur u.þ.b. það magn af veggfóðri sem þú þarfnast miðað við þínar mælingar. Sérefni taka ekki ábyrgð á ofáætlun eða skorti á veggfóðursmagni á grundvelli þessara útreikninga þar sem of margir þættir geta spilað inn í efnisþörf. Þar má nefna ónákvæmar mælingar, dyr, glugga, mynsturgerð, mistök í uppsetningu og fleira. Ef flókið er að finna út magn mælum við með að ráðfæra sig við fagmann áður en pantað er.

Tengdar vörur

Shopping cart

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping